Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2023 11:04 Hlaupahjólið sem olli brunanum í nótt og Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri. Vísir/Vilhelm Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir. Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Seint í gærkvöldi kviknaði eldur í herbergi á Höfðabakka í Reykjavík. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Allir náðu að koma sér út úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Að sögn Birgis Finnssonar starfandi slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu fjölgar brunum sem þessum í takt við fjölgun hlaupahjólanna. Hann segir að öllum endurhlaðanlegum rafhlöðum fylgi ákveðin áhætta. „Við höfum auðvitað verið með bruna eða óhöpp með fartölvur eða gemsa sem eru líka með svona rafhlöðum. En nú er þetta orðnar stærri rafhlöður og meira af þeim. Bæði í hlaupahjólum og í rafmagnshjólum. Þarna ertu að stinga í samband, það er að skapast hiti og myndast orka. Þetta þarf að vera allt öruggt til þess að þetta gangi upp,“ segir Birgir. Rétt hleðslutæki mikilvægt Hann segir að eigendur hjólanna verði að hlaða þau með réttu hleðslutæki og helst ekki hlaða á nóttunni. Þá geti það verið varasamt að hlaða þau á stigagangi eða í anddyri. „Svo hefur maður áhyggjur af því að fólk er að hlaða þetta í anddyrinu eða stigagangi sem er í rauninni flóttaleiðin. Ef að eitthvað kemur upp á þá ertu búinn að loka henni. Síðan er það líka að ef rafhlaða verður fyrir skemmdum, það verður eitthvað tjón á rafhlöðunni, þá á maður að fara með hana og láta skoða hana áður en maður hleður hana,“ segir Birgir. Hjólin almennt örugg Hjólin eru að sögn Birgis almennt örugg og kallar hann eftir því að fólk sé með reykskynjara þar sem það hleður hjólin. „Rafhlaðan byrjar þá að gefa frá sér reyk til þess að losa þrýstinginn og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað komi upp á. Ef það heldur áfram, þá jafnvel dugar ekki að taka úr sambandi því þá er hitinn kominn í rafhlöðuna, þá getur verið áframhaldandi hitamyndun í rafhlöðunni og hún síðan orðin það heit og komin efnahvörf sem verða að eldi,“ segir Birgir.
Slökkvilið Rafhlaupahjól Slysavarnir Reykjavík Tengdar fréttir Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30