Íslenski boltinn

Þórsarar hirtu stigin þrjú gegn Vestra

Aron Guðmundsson skrifar
Þorlákur Árnason er þjálfari Þórs Akureyri
Þorlákur Árnason er þjálfari Þórs Akureyri Vísir/Getty

Fyrstu umferð Lengjudeildar karla lauk í dag með einum leik. Á Akureyri unnu heimamenn í Þór sigur á Vestra í Boganum.

Þórsarar voru sterkari aðilinn í leiknum og á 17. mínútu kom Marc Rochester Sören­sen heima­mönnum yfir, 1-0.

Þannig stóðu leikar allt þar til skömmu fyrir lok fyrri hálf­leiks, nánar til­tekið á 43. mínútu þegar að Bjarki Þór Viðars­son, leik­maður Þórs, varð fyrir því ó­láni að koma boltanum í eigið net.

Staðan orðin 1-1 og þannig stóðu leikar þegar dómari leiksins, Gunnar Oddur Haf­liða­son flautaði til hálf­leiks.

Á 59. mínútu fékk Bene­dikt Wa­rén, leik­maður Vestra sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Vestra­menn þurfti því að leika einum manni færri og Þórsarar gengu á lagið.

Á 73. mínútu kom sigur­mark leiksins. Það skoraði Bjarni Guð­jón Brynjólfs­son, leik­maður Þórs með lag­legum skalla sem Rafael Broetto í marki Vestra réði ekkert við.

Þórsarar því með fullt hús stiga eftir fyrstu um­ferðina. Þéir halda til Mos­fells­bæjar í næstu um­ferð og mæta þar heima­mönnum í Aftur­eldingu á meðan að Vestri tekur á móti ÍA á Ísa­firði.


Tengdar fréttir

Grindvíkingar sóttu stigin þrjú á Skagann

Lengju­deild karla í knatt­spyrnu hófst í kvöld með fimm leikjum. Stór­leikur um­ferðarinnar fór fram á Akra­nesi þar sem Grind­víkingar gerðu sér lítið fyrir og sóttu stigin þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×