Vilhjálmur hóf mál sitt á því þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu viðburða helgarinnar og þá og nýtti hann tækifærið og hyllti bæði Karl föður sinn og Elísabetu II drottningu, ömmu sína sem lést í september síðastliðinn.
„Ég veit að hún er þarna uppi og fylgist ástúðlega með okkur. Hún væri mjög stolt móðir,“ sagði Vilhjálmur.
Þá fór hann fögrum orðum um föður sinn sem hann sagði hafa þjónað breska ríkinu og þjóðinni svo áratugum skiptir, og hann muni halda því áfram.
„Faðir minn hefur alla tíð gert sér grein fyrir því að allir, sama hvaða trú þeir iðka, hver bakgrunnur þess er eða hvaða samfélagi þeir tilheyra, eiga skilið að vera lofsungnir og njóta stuðnings. Pabbi, við erum öll svo stolt af þér,“ sagði Vilhjálmur. Hann lauk svo orðum sínum á að segja: „Lengi lifi konungurinn!“
Meðal tónlistarfólks sem tróð upp á tónleikunum voru Lionel Richie, Olly Murs, Andrea Boccelli og Katy Perry.