Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2023 12:48 Meðal mótmælenda voru umhverfissinnar sem voru að mótmæla olíuframleiðslu. Ian McIlgorm Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira