„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Vísir/Egill Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“ Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Fram kemur í skýrslu MAST, sem var birt í dag, að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Dæmi voru um að dauðastríð hvalanna hafi náð tveimur klukkutímum og einum hval, með skutul í bakinu, var veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. „Það sem kemur í raun á óvart er að maður vissi að þetta væri slæmt en að þetta væri svona slæmt eins og þarna kemur fram er alveg rosalegt,“ segir Sigursteinn Másson, stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands. Sigursteinn Másson.Facebook „Meðaldauðatíminn á þeim hvölum sem ekki deyja samstundis, sem eru 41 prósent dýranna, eru ellefu og hálf mínúta. Ef þetta væri sláturhús eða einhver önnur matvælaframleiðsla væri henni náttúrulega bara lokað tafarlaust.“ MAST mun nú fela fagráði um velferð dýra að fara yfir gögnin og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Sigursteinn bendir á að Hvalur hf., eina hvalaútgerð landsins í eigu Kristjáns Loftssonar, hafi veiðileyfi til eins árs til viðbótar. „Það gerðist á síðasta áratug síðustu aldar að hann var stoppaður og fékk miklar skaðabætur og hvalveiðar hófust að nýju. Sá leikur má ekki endurtaka sig. Nú skiptir öllu máli að þessu verði lokið fyrir eitt skipti fyrir öll. Þetta er dýraníð, augljóslega, og samræmist ekki markmiðum laga,“ segir Sigursteinn. Fram kemur í skýrslunni að aflífun á hluta stórhvelanna við strendur Íslands hafi tekið of langan tía út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Stofnunin telur hins vegar að við veiðarnar hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt, miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við, og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Sigursteinn segist engan skilning hafa á þessari afstöðu MAST. „Það breytir ekki því að staðreyndirnar liggja þarna á borðinu og það er algerlega óásættanlegt hvernig farið er með þessi dýr og þetta dauðastríð sem þeim er gert að heyja.“ Hann segir þá að ekki megi aðeins einblína á að stöðva þetta sem fyrst heldur þurfi að gera það vel. „Það verður að stoppa þetta [dýraníð] varanlega. Við megum ekki pissa í skóinn bara með því að stoppa þetta með látum en færa síðan Kristjáni Loftssyni á silfurfati möguleikann á að fara í skaðabótamál og fá miklar skaðabætur frá ríkinu - þann leik sem hann lék á síðustu öld - og að hvalveiðarnar síðan bara haldi áfram og gefinn verði út nýr kvóti. Þetta verður að snúast um það núna að það verður að stoppa þennan óþverra í eitt skipti fyrir öll.“
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54