Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 22:01 Range Rover-bifreiðin sem ekið var inn í hóp förufólks fyrir utan gistiskýli í borginni Brownsville um helgina. AP/Brian Svendsen/NewsNation/KVEO-TV Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45