„Ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2023 12:44 Viktor hefur farið í eina skurðaðgerð þegar hann lét lagfæra nefið. Fegrunaraðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og sérfræðingar segja áhyggjuefni að æ yngra fólk virðist leita í slíkar aðgerðir. Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira