Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 23:30 Efnisskífa í kringum stjörnuna Fomalhaut á mynd James Webb-geimsjónaukans. Þrjú gulleit smástirnabelti innan skífunnar urðu líklega til fyrir þyngdaráhrif reikistjarna sem eru að fæðast. Stjarnan í miðjunni var skyggð til þess trufla ekki athuganir á rykskífunni. NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman. Geimurinn Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira