Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 19:16 Carroll (t.h.) sakaði Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Carroll, sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle, höfðaði einkamál gegn Trump og sakaði hann um að hafa nauðgað sér í stórverslun í New York á 10. áratug síðustu aldar. Hún kærði Trump einnig fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann hafði uppi um hana eftir að hún setti ásakanir sínar á hendur honum fram. Trump neitaði allri sök og sakaði Carroll um að ljúga upp á sig til þess að selja fleiri eintök af æviminningum sínum. Hann bar ekki vitni við réttarhöldin. Það tók kviðdómendurna níu aðeins nokkrar klukkustundir að komast að niðurstöðu í dag. Þeir höfnuðu ásökun Carroll um að Trump hefði nauðgað henni en töldu fyrrverandi forsetann sekan um að hafa misnotað hana kynferðislega. Skilgreiningin á kynferðislegri misnotkun er að hafa uppi kynferðislega tilburði við manneskju án samþykkis hennar samkvæmt lögum í New York. „Ég hef alls enga hugmynd um hver þessi kona er. Þessi dómur er hneisa, framhald á mestu nornaveiðum sögunnar,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth eftir að dómurinn féll. Forsetaframboð Trump bætti við að niðurstöðunni yrði strax áfrýjað. Lægri þröskuldur í einkamálum Mál Carroll gegn Trump var einkamál en ekki sakamál. Dómurinn fer því ekki á sakaskrá Trump og hann á ekki yfir sér fangelsisdóm. Lægri þröskuldur er fyrir því að sanna ásakanir í einkamálum en sakamálum. Dómari sagði kviðdómendum að ef þeir teldu meira en helmingslíkur á að Trump hefði nauðgað Carroll ættu þeir að dæma hann skaðabótaskyldan. Teldu þeir líkurnar minni gætu þeir fundið hann sekan um vægara kynferðisbrot. Ummæli Trump um að Carroll lygi upp á sig lét hann falla á samfélagsmiðli í haust. Kviðdómendurnir töldu að Carroll hefði sannað að Trump hefði vitað að fullyrðingar hans væru rangar og að hann hefði sett þær fram af meinfýsni. Sagði hann hafa ráðist á sig í mátunarklefa Carroll lýsti því fyrir dómi að hún hefði rekist á Trump þegar hún var í stórversluninni Bergdorf Goodman árið 1996. Hún var þá þekktur pistlahöfundur en Trump rak fasteignaveldi í New York. Hann hafi beðið hana um að hjálpa sér að kaupa gjöf og hún slegið til. Trump hafi viljað kaupa nærföt og beðið Carroll um að máta þau fyrir sig. Hún hafi ekki viljað það en Trump hafi engu að síður ýtt henni í átt að mátunarklefa. Carroll sagðist ekki hafa tekið hann alvarlega þar sem létt hafi verið yfir honum og þau daðrað. Gamanið hafi kárnað inni í mátunarklefanum. Trump hafi kysst hana með valdi og svo nauðgað henni. „Hann skellti aftur hurðinni og ýtti mér upp að veggnum. Hann ýtti mér svo fast að höfuðið mitt skall í vegginn. Ég var mjög ringluð. Ég reyndi að ýta honum frá mér en hann ýtti mér aftur og aftur upp að veggnum og höfuðið mitt skall aftur og aftur í vegginn,“ sagði Carroll. „Hann beygði sig niður og kippti niður um mig sokkabuxunum. Ég var að ýta honum aftur. Það var mjög skýrt að ég vildi ekki að neitt fleira myndi gerast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. 4. maí 2023 07:23
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59