Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfason fylgist með sínu liði í tapleiknum gegn FH í síðasta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti