Ágúst rekinn og Jökull tekur við Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 13:46 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en hefur nú verið rekinn. Hér ræðir hann við Jökul Elísabetarson sem nú er tekinn við sem nú hefur hækkað í tign og er orðinn aðalþjálfari. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason hefur verið rekinn úr starfi aðalþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta eftir slæmt gengi það sem af er leiktíð í Bestu deildinni. Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04
Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10