Ágúst rekinn og Jökull tekur við Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 13:46 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en hefur nú verið rekinn. Hér ræðir hann við Jökul Elísabetarson sem nú er tekinn við sem nú hefur hækkað í tign og er orðinn aðalþjálfari. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason hefur verið rekinn úr starfi aðalþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta eftir slæmt gengi það sem af er leiktíð í Bestu deildinni. Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04
Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10