„Menn langar að svara fyrir þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 14:30 Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir FH í Kaplakrika í fyrsta leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld. FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira