Fótbolti

Engin aug­lýsing á búningnum og það í undan­úr­slita­leik Meistara­deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko fagnar marki sinu fyrir Internazionale í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.
Edin Dzeko fagnar marki sinu fyrir Internazionale í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. AP/Antonio Calanni

Ítalska liðið Internazionale er í fínum málum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í AC Milan í fyrri leiknum í gærkvöldi.

Inter skoraði bæði mörkin á þriggja mínútna kafla í upphafi leiks en hefðu getað komið sér í betri stöðu fyrir seinni leikinn.

Þrátt fyrir að liðið sem komið svo nálægt úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá tóku menn eftir því að það var engin auglýsing framan á búningi liðsins en þau gerast varla stærri sviðin í fótboltanum en lokaleikir á Meistaradeildartímabili.

Inter hafði skrifað undir 85 milljón evra samning við DigitalBits í september 2021 en hefur ekki fengið neitt borgað frá DigitalBits á þessu tímabili.

Í nóvember síðastliðnum staðfesti framkvæmdastjórinn Alessandro Antonello að Inter væri að leita að nýjum aðalstyrktaraðila.

Frá og með aprílmánuði þá hefur hefur Inter síðan spilað í auglýsingalausum búningum.

Ítölsku félögin hafa staðið sig frábærlega í Evrópukeppnum á þessari leiktíð og það þrátt fyrir að peningastreymið sé ekkert í líkingu við það sem það er hjá öðrum stórliðum Evrópu.

Miðað við frammistöðu Inter á þessari leiktíð þá ætti ekki að vera mikið mál að selja auglýsingu á búninginn fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×