Má trúin sjást í sjónvarpi? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun