Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í leik Wisla Plock og Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Myndband af atvikinu hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést Gísli Þorgeir falla til jarðar er leikmenn Wisla sækja að marki Magdeburgar.
Gísli er greinilega sárþjáður og nær ekki að koma sér aftur á lappir en ekki var um að ræða meiðsli sem komu eftir átök við leikmann andstæðinganna.
Really bad looking non contact injury for Kristjansson
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) May 11, 2023
Wiegert has talked about how his players are all exhausted. The injuries for Magdeburg have to be a result of this.
Sending best wishes to Gisli pic.twitter.com/Mn3ef3Dj0r
Leik Wisla Plock og Magdeburgar lauk með jafntefli, 22-22 en þau mætast öðru sinni, þá í Þýskalandi, eftir tæpa viku.
Magdeburg er nú þegar án íslenska landsliðsmannsins Ómars Inga Magnússonar en hann fór í aðgerð á hæl í febrúar og verður frá næstu mánuðina.
Ekki náðist í Gísla Þorgeir við gerð fréttarinnar.