„Þetta var alveg hryllingur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 11:44 Guðmundur Felix Grétarsson segir að staðan á sér sé góð í dag. Hann bindur vonir við að komast heim fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson þurfti á dögunum að gangast undir fimm aðgerðir eftir að líkaminn hans byrjaði að hafna öðrum handleggnum hans. Um tíma hafi hann verið skíthræddur um að missa handlegginn. Hann segir þó að í dag sé staðan á sér nokkuð góð. „Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira