Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 06:32 Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilhæfulausar uppflettingar í lyfjagátt. Það mál er þó ekki sama mál og það sem Persónuvernd er að skoða. Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið. Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið.
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira