Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 07:00 Það er kostnaðarsamt að veiða hvali og verka þá. Stöð 2/Egill Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal
Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent