Lífið

Sonur Arons og Ernu kominn með nafn

Árni Sæberg skrifar
Erna María og Aron hafa verið saman um árabil.
Erna María og Aron hafa verið saman um árabil. Skjáskot/Instagram

Sonur tónlistarmannsins Arons Can og flugfreyjunnar Ernu Maríu Björnsdóttir fékk nafnið Theo Can Gultekin í gær.

Frá þessu greinir parið á samfélagsmiðlinum Instagram og deilir fallegri mynd af ungu fjölskyldunni á athöfninni.

Í hringrás (e.story) sinni á samfélagsmiðlinum segir Erna María nánar frá athöfninni. Systur þeirra Ernu og Arons tóku virkan þátt í athöfninni og tilkynntu viðstöddum nafnið. Þá tók ung frænka Theos lagið Lítill drengur eftir Magnús Kjartansson við gítarundirspil. Þá deildi Erna auðvitað mynda af drekkhlöðnu veisluborði.

Theo er fyrsta barn þeirra Arons og Ernu og fæddist þeim í byrjun síðasta mánaðar.

Aron hefur um árabil verið einn vinsælasti söngvari, eða rappari, landsins og gefið út fjórar plötur, síðast plötuna Andi, líf hjarta, sál árið 2021. Saman reka þau Aron og Erna veitingastaðinn Stund sem staðsett er í Veru mathöll.


Tengdar fréttir

„Hann er alltaf bara litli strákurinn minn“

„Ég er eiginlega ekkert að fatta það að hann sé vinsæll. Kannski líka að það er svo einfalt að vera þekktur á Íslandi. Hann gerir allt sem hann vill og það er ekkert vesen eða áreiti,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja og mamma tónlistarmannsins Arons Can Gultekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×