Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 22:11 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Aðsend Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“ Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í samtali við fréttastofu að það virðist sem það sé að færast í aukana að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf vegna álags. „Miðað við það sem við heyrum frá hjúkrunarfræðingunum þá tala þeir um það,“ segir hún. Í annarri ályktuninni sem samþykkt var á fundinum kemur fram að félagið hafi þungar áhyggjur af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags. „Félagið skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað,“ segir í ályktuninni. Meirihluti hugsað um að hætta Tæplega 67 prósent hjúkrunarfræðinga hafa horft til þess að hætta í starfi á síðustu tveimur árum samkvæmt könnun sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í haust. Flestir nefndu starfstengt álag sem ástæðuna fyrir því. Í ályktuninni segir að bregðist stjórnvöld ekki við ákallinu sé hætt við að öryggi sjúklinga, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks verði stefnt í hættu, Guðbjörg segir að þrátt fyrir að svo margir hafi hugsað um að hætta í starfi þá hafi einnig komið fram í könnuninni að þorri hjúkrunarfræðinga elski starfið sitt og vilji gjarnan vinna sem slíkir. „Þetta segir okkur það að þó að þú viljir vinna við starfið og hafir af því mikla ánægju þá treystirðu þér ekki til þess. Við vitum að það er annars vegar launanna vegna og hins vegar út af starfsumhverfinu í sinni stærstu mynd.“ Aðspurð um hvað felist í starfsumhverfinu segir Guðrún: „Það er álagið, húsnæðið, tæki og tól, undirmönnunin, þetta allt saman.“ Frá aðalfundi félagsins á föstudaginn.Aðsend Kjör verði leiðrétt til samræmis við aðra sérfræðinga Í hinni ályktuninni skorar félagið á stjórnvöld að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. „Þau verða náttúrulega bara að gera það, það er bara þannig,“ segir Guðrún. Á dögunum samþykkti félagið skammtíma kjarasamning við ríkið með afar naumum mun. Einungis tveimur atkvæðum munaði og samkvæmt Guðrúnu segir það allt sem segja þarf. „Í mínum huga er það mjög skýrt að hann var bara samþykktur út af því að þetta er samningur til skamms tíma, tólf mánaða sem eru þegar byrjaðir að líða og við erum að taka okkar þátt í því að standa vörð um einhvern stöðugleika, að lækka verðbólgu. Annars hefði þetta aldrei verið lagt fyrir félagsmenn og hefði náttúrulega aldrei farið í gegn.“ Núverandi kjarasamningur renni út innan árs og við gerð nýs kjarasamnings sé nauðsynlegt að horfa til niðurstöðu gerðardóms frá 2020 um að stéttin sé vanmetin til launa miðað við ábyrgð í starfi. Samkeppnishæf laun á vinnumarkaði séu nauðsynleg til að auðvelda nýliðun og sporna við því að hjúkrunarfræðingar leiti í önnur störf. „Þegar það munar tveimur atkvæðum á að samningurinn sé samþykktur, þó að um sé að ræða bara tólf mánaða samning og tilgangurinn er mjög augljós, að standa vörð um kaupmáttinn, og hann fer samt svona. Skilaboðin verða ekki skýrari, eins og ég hef sagt áður þá er þetta bara rauða spjaldið, það gefur auga leið.“
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Landspítalinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent