Lífið

Grillaðar kótilettur með guðdómlegri sultu

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Ívar Örn Hansen sáttur eftir vel heppnaðar kótilettur.
Ívar Örn Hansen sáttur eftir vel heppnaðar kótilettur.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það gamli skólinn á nýja mátann, hér eru kótilettur með brennivíns-beikon sultu, kartöflum og gulrótum í hvítlaukssmjöri.

Klippa: Helvítis kokkurinn - Grillaðar kótilettur með brennivíns-beikon sultu

Grillaðar kótilettur með brennivíns-beikon sultu

Uppskrift fyrir 4 - 6

  • 2 kg lambakótelettur frá Kjarnafæði
  • 2 msk olífuolía
  • Salt
  • Pipar
  • 1 msk kúmen úr Viðey
  • Ferskt rósmarín
  • 800 gr kartöflusmælki
  • 3 gulrætur
  • 2 msk hvítlaukssmjör
  • 100 gr spínat

Brennivíns-beikon sulta:

  • 200 ml brennivín Christmas Special - Sherry Cask ´18
  • 2 hvítir laukar
  • 10 sneiðar beikon
  • 3 msk Worchestershire
  • 1 msk balsamik
  • 2 msk soja sósa
  • 1 msk sriracha sósa
  • 1 msk chilli mauk
  • 1 msk sósulitur
  • 1 msk Dijon sinnep
  • 300 gr púðursykur
  • 500 ml nautasoð
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflur og gulrætur í saltvatni í 20 mínútur og kælið.
  2. Saxið beikon í smáa bita og steikið á pönnu í um 10 mínútur eða þangað til að það er farið að taka lit. Saxið lauk og hvítlauk og setjið saman við á pönnuna. Kryddið með svörtum pipar og setjið restina af hráefnum út á pönnu og sjóðið i 40-50 mínútur á miðlungshita.
  3. Makið olíu á kótelettur og steikið á pönnu í um 7-8 mínútur. Kryddið með salti, pipar og kúmeni. Hvílið í 5 mínútur.
  4. Steikið kartöflur, gulrætur og spínat upp úr hvítlaukssmjörinu og munið að nota salt og pipar.

Njótið!

Vísir/Ívar Fannar
Vísir/Ívar Fannar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Miss Piggy á sveppum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það stútfyllt svínalund með sveppakremi og sætkartöflu- og döðlusalati sem snertir alla bragðlaukana.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.

Hel­vítis kokkurinn: Rauð­víns­soðnir lambaskankar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og kemur inn vikulega.

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×