Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 69-82 | Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik Arnar Skúli Atlason skrifar 15. maí 2023 23:00 Úr leik kvöldsins. Vísir/Davíð Már Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir frábæra byrjun Tindastóls náðu Valsarar vopnum sínum og unnu á endanum frábæran sigur. Það verður oddaleikur á Hlíðarenda. Það var mikil spenna og eftirvænting þegar Tindastóll tók á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn sitjandi Íslandsmeistarar en Tindastóll búið að vera að leita af titlinum í mörg ár og í fyrsta sinn í sögunni leiddu þér 2-1 í úrslitaseríunni. Andrúmsloftið hérna fyrir norðan er öðruvísi núna. Tindastóll - Valur leikur 4 og bikarinn er í húsinu. Góða skemmtun! #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/3MDPtkv2TE— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Fyrsti leikhluti hófst og það var augljóst að það var mikið undir, liðin áttu erfitt með að tengja körfur og en svo kom sprettur frá Tindastóli og þeir rifu sig frá Valsmönnum leiddir áfram af Arnari og Taiwo Badmus, þeir röðuðu niður körfunum og það héldu þeim enginn bönd. Þeir skoruðu að vild og lítið að frétta sóknarlega hjá Val og ekkert að frétta hjá þeim varnarlega. Tindastólsmenn leiddu eftir fyrsta leikhluta með 15 stigum 38-23. Badmus lét finna fyrir sér.Vísir/Davíð Már Valur opnaði annan leikhluta og en þá fundu þeir lausn á því sem Tindastóll var að gera og þeir fóru að koma stigum á töfluna. Frank Aron Booker fann fjölina sína, sallaði hann niður stigum á meðan Tindastólsliðið kólnaði hratt. Á sama tíma gekk allt upp hjá Valsmönnum, Keyshawn Woods fékk tæknivillu um miðjan fjórðunginn og þar með sína þriðju villu og sat út fjórðunginn. Kristófer Acox fór að láta taka til sín og þegar seinasta sókn fjórðungsins leit dagsins ljós átti Kári Jónsson skot sem var stutt en Ozren tók sóknarfrákastið og lagði boltann ofan í og kom muninum í 5 stig um leið og klukkan rann út. Valsmenn skoruðu 20 stig í öðrum leikhluta en Tindastóll aðeins 10 stig. Í hálfleik var staðan 48-43 heimamönnum í vil. Ozren í kvöld.Vísir/Davíð Már Þriðji leikhlutinn hófst og það var sama upp á teningum hjá liðunum, Tindastóll í vandræðum að skora á meðan Valur skoraði að vild. Svo kom skrýtnar mínútur í leiknum. Bæði lið voru ekki að skora og hverja slakari sóknina bar að garði en Valsmenn voru sterkari og komust yfir í leikhlutanum. Snögg fimm stig frá Val í lok fjórðungsins kom þeim í fjögurra stiga forystu og 62-58 Tindastóll hóf fjórða leikhluta og komust aftur yfir en og leikurinn var jafn en þá kom enn einn slaki kaflinn hjá Tindastóli, og Valur gekk á lagið og Kári Jónsson og Callum Lawson stigu upp. Voru það þeir sem kláruðu þennan leik og settu stóru skotin þegar á reyndi. Kári Jónsson að setja stóran þrist fyrir Val.. Erum við að fara í oddaleik? #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/BvyQC78Uap— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Váááá Kári!!! Stefnir allt í oddaleik á fimmtudaginn #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/DnXnUWmtfd— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Frank Aron og Kristófer voru svakalega öflugir líka fyrir Valsara. Leiknum lauk 82-69 fyrir Val og oddaleikur staðreynd, Tindastóll skoraði 38 stig í fyrsta leikhluta en 31 stig eftir það, gjörsamlega andlegt gjaldþrot og Pavel hefur verk að vinna fyrir næsta leik miðað við hvernig Tindastóll svaraði áhlaupi gestanna, Strákarnir hans Finns Freys voru hreint stórkostlegir í kvöld. Kristófer Acox steig upp.Vísir/Davíð Már Af hverju vann Valur? Gjörsamlega frábærir eftir að hafa lent 17 stigum undir, betri á öllum sviðum í kvöld. Kári, Callum, Frank, Ozren og Pablo. Allir rosalega öflugir fyrir Valsliðið. Settu stóru skotin og voru gjörsamlega frábærir. Kári steig líka upp.Vísir/Davíð Már Hverjir stóðu upp úr? Frank Aron Booker og Kári Jónsson, Frank Aron er að koma með alvöru framlag fyrir Valsara, hann var ekki hugsaður sem lykilmaður fyrir þá en sá er búinn að vera góður í þessari seríu. Kári Jónsson kláraði þennan leik, sá setti stóru skotin í lokinn. Arnar og Taiwo Badmus voru flottir hjá Tindastól Taiwo 28 stig og Arnar 19 stig. Sigtryggur Arnar átti ágætan leik í liði Tindastóls.Vísir/Davíð Már Hvað gekk illa? Vörnin hjá Val í fyrsta leikhluta og sóknin hjá Tindastól eftir fyrsta leikhluta. Tindastóll fann engin svör við varnarleik Vals í kvöld en og skotnýtinginn eftir því. Lítið framlag á sóknarhelming frá Keyshawn, Geks, Drungilas og Ragnari. Ef Tindastóll ætlar að vinna þurfa fleiri en tveir að skila framlagi. Hvað gerist næst? Oddaleikurinn verður á uppstigningardag þann 18. maí í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 19.15. Þar kemur í ljós hvort Valur eða Tindastóll vinnur Íslandsmeistaratitilinn. Reiknað með flottasta Íþróttaviðburði á Íslandi, þar munu færri komast að en vilja. Hefur aldrei verið fallegt hjá okkur en samstaðan, trúin og samheldnin er frábær Finnur Freyr á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Davíð Már „Við unnum leikinn. Þeir komu sterkir út, Taiwo Badmus og Sigtryggur Arnar voru með sýningu í 1. leikhluta. Voru frábærir. Gríðarlega stoltur af liðinu mínu, hjartanu og hausnum. Að halda haus á þessu augnabliki í 1. leikhluta, held að flest öll lið hefðu brotnað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir leik. „Erum þrautseigir, búnir að lenda í helling, búnir að vera elta alla úrslitakeppnina. Þetta lið er búið að sýna ótrúlega þrautseigju. Kristallast í þessum leik í kvöld.“ „Ekki endilega besta körfuboltalið sem ég hef þjálfað en rosalega mikil samheldni og mér þykir rosalega vænt um þessa stráka.“ „Erum búnir að vinna þrjá titla á þessu tímabili, sem mér finnst ótrúlegt. Að spila leik 5 í úrslitunum eftir að vera undir í öllum seríunum er bara magnað. Þetta hefur aldrei verið fallegt hjá okkur, aldrei verið sérstaklega frábært en samstaðan, trúin og samheldnin er frábær. Hún á skilið að fá þennan oddaleik,“ sagði Finnur Freyr að endingu. Myndir Úr leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls.Vísir/Davíð Már Badmus og Grettismenn.Vísir/Davíð Már Stólarnir byrjuðu af miklum krafti.Vísir/Davíð Már Keyshawn Woods keyrir að körfunni.Vísir/Davíð Már Gylfi Þór Sigurðsson mætti á leik kvöldsins líkt og hann hefur gert alla seríuna.Vísir/Davíð Már Færri komust að en vildu.Vísir/Davíð Már Úr leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Rúrik Gíslason mætti einnig á leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Forseti Íslands - Guðni Th. Jóhannesson - lét sig ekki vanta.Vísir/Davíð Már Mönnum var heitt í hamsi.Vísir/Davíð Már Kristófer hefur nýtt vítaköstin betur.Vísir/Davíð Már Pétur Rúnar ekki sáttur.Vísir/Davíð Már Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. 15. maí 2023 22:05
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir frábæra byrjun Tindastóls náðu Valsarar vopnum sínum og unnu á endanum frábæran sigur. Það verður oddaleikur á Hlíðarenda. Það var mikil spenna og eftirvænting þegar Tindastóll tók á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn sitjandi Íslandsmeistarar en Tindastóll búið að vera að leita af titlinum í mörg ár og í fyrsta sinn í sögunni leiddu þér 2-1 í úrslitaseríunni. Andrúmsloftið hérna fyrir norðan er öðruvísi núna. Tindastóll - Valur leikur 4 og bikarinn er í húsinu. Góða skemmtun! #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/3MDPtkv2TE— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Fyrsti leikhluti hófst og það var augljóst að það var mikið undir, liðin áttu erfitt með að tengja körfur og en svo kom sprettur frá Tindastóli og þeir rifu sig frá Valsmönnum leiddir áfram af Arnari og Taiwo Badmus, þeir röðuðu niður körfunum og það héldu þeim enginn bönd. Þeir skoruðu að vild og lítið að frétta sóknarlega hjá Val og ekkert að frétta hjá þeim varnarlega. Tindastólsmenn leiddu eftir fyrsta leikhluta með 15 stigum 38-23. Badmus lét finna fyrir sér.Vísir/Davíð Már Valur opnaði annan leikhluta og en þá fundu þeir lausn á því sem Tindastóll var að gera og þeir fóru að koma stigum á töfluna. Frank Aron Booker fann fjölina sína, sallaði hann niður stigum á meðan Tindastólsliðið kólnaði hratt. Á sama tíma gekk allt upp hjá Valsmönnum, Keyshawn Woods fékk tæknivillu um miðjan fjórðunginn og þar með sína þriðju villu og sat út fjórðunginn. Kristófer Acox fór að láta taka til sín og þegar seinasta sókn fjórðungsins leit dagsins ljós átti Kári Jónsson skot sem var stutt en Ozren tók sóknarfrákastið og lagði boltann ofan í og kom muninum í 5 stig um leið og klukkan rann út. Valsmenn skoruðu 20 stig í öðrum leikhluta en Tindastóll aðeins 10 stig. Í hálfleik var staðan 48-43 heimamönnum í vil. Ozren í kvöld.Vísir/Davíð Már Þriðji leikhlutinn hófst og það var sama upp á teningum hjá liðunum, Tindastóll í vandræðum að skora á meðan Valur skoraði að vild. Svo kom skrýtnar mínútur í leiknum. Bæði lið voru ekki að skora og hverja slakari sóknina bar að garði en Valsmenn voru sterkari og komust yfir í leikhlutanum. Snögg fimm stig frá Val í lok fjórðungsins kom þeim í fjögurra stiga forystu og 62-58 Tindastóll hóf fjórða leikhluta og komust aftur yfir en og leikurinn var jafn en þá kom enn einn slaki kaflinn hjá Tindastóli, og Valur gekk á lagið og Kári Jónsson og Callum Lawson stigu upp. Voru það þeir sem kláruðu þennan leik og settu stóru skotin þegar á reyndi. Kári Jónsson að setja stóran þrist fyrir Val.. Erum við að fara í oddaleik? #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/BvyQC78Uap— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Váááá Kári!!! Stefnir allt í oddaleik á fimmtudaginn #subwaydeildin #körfubolti #bestasætið pic.twitter.com/DnXnUWmtfd— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 15, 2023 Frank Aron og Kristófer voru svakalega öflugir líka fyrir Valsara. Leiknum lauk 82-69 fyrir Val og oddaleikur staðreynd, Tindastóll skoraði 38 stig í fyrsta leikhluta en 31 stig eftir það, gjörsamlega andlegt gjaldþrot og Pavel hefur verk að vinna fyrir næsta leik miðað við hvernig Tindastóll svaraði áhlaupi gestanna, Strákarnir hans Finns Freys voru hreint stórkostlegir í kvöld. Kristófer Acox steig upp.Vísir/Davíð Már Af hverju vann Valur? Gjörsamlega frábærir eftir að hafa lent 17 stigum undir, betri á öllum sviðum í kvöld. Kári, Callum, Frank, Ozren og Pablo. Allir rosalega öflugir fyrir Valsliðið. Settu stóru skotin og voru gjörsamlega frábærir. Kári steig líka upp.Vísir/Davíð Már Hverjir stóðu upp úr? Frank Aron Booker og Kári Jónsson, Frank Aron er að koma með alvöru framlag fyrir Valsara, hann var ekki hugsaður sem lykilmaður fyrir þá en sá er búinn að vera góður í þessari seríu. Kári Jónsson kláraði þennan leik, sá setti stóru skotin í lokinn. Arnar og Taiwo Badmus voru flottir hjá Tindastól Taiwo 28 stig og Arnar 19 stig. Sigtryggur Arnar átti ágætan leik í liði Tindastóls.Vísir/Davíð Már Hvað gekk illa? Vörnin hjá Val í fyrsta leikhluta og sóknin hjá Tindastól eftir fyrsta leikhluta. Tindastóll fann engin svör við varnarleik Vals í kvöld en og skotnýtinginn eftir því. Lítið framlag á sóknarhelming frá Keyshawn, Geks, Drungilas og Ragnari. Ef Tindastóll ætlar að vinna þurfa fleiri en tveir að skila framlagi. Hvað gerist næst? Oddaleikurinn verður á uppstigningardag þann 18. maí í Origo-höllinni að Hlíðarenda klukkan 19.15. Þar kemur í ljós hvort Valur eða Tindastóll vinnur Íslandsmeistaratitilinn. Reiknað með flottasta Íþróttaviðburði á Íslandi, þar munu færri komast að en vilja. Hefur aldrei verið fallegt hjá okkur en samstaðan, trúin og samheldnin er frábær Finnur Freyr á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Davíð Már „Við unnum leikinn. Þeir komu sterkir út, Taiwo Badmus og Sigtryggur Arnar voru með sýningu í 1. leikhluta. Voru frábærir. Gríðarlega stoltur af liðinu mínu, hjartanu og hausnum. Að halda haus á þessu augnabliki í 1. leikhluta, held að flest öll lið hefðu brotnað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir leik. „Erum þrautseigir, búnir að lenda í helling, búnir að vera elta alla úrslitakeppnina. Þetta lið er búið að sýna ótrúlega þrautseigju. Kristallast í þessum leik í kvöld.“ „Ekki endilega besta körfuboltalið sem ég hef þjálfað en rosalega mikil samheldni og mér þykir rosalega vænt um þessa stráka.“ „Erum búnir að vinna þrjá titla á þessu tímabili, sem mér finnst ótrúlegt. Að spila leik 5 í úrslitunum eftir að vera undir í öllum seríunum er bara magnað. Þetta hefur aldrei verið fallegt hjá okkur, aldrei verið sérstaklega frábært en samstaðan, trúin og samheldnin er frábær. Hún á skilið að fá þennan oddaleik,“ sagði Finnur Freyr að endingu. Myndir Úr leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls.Vísir/Davíð Már Badmus og Grettismenn.Vísir/Davíð Már Stólarnir byrjuðu af miklum krafti.Vísir/Davíð Már Keyshawn Woods keyrir að körfunni.Vísir/Davíð Már Gylfi Þór Sigurðsson mætti á leik kvöldsins líkt og hann hefur gert alla seríuna.Vísir/Davíð Már Færri komust að en vildu.Vísir/Davíð Már Úr leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Rúrik Gíslason mætti einnig á leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már Forseti Íslands - Guðni Th. Jóhannesson - lét sig ekki vanta.Vísir/Davíð Már Mönnum var heitt í hamsi.Vísir/Davíð Már Kristófer hefur nýtt vítaköstin betur.Vísir/Davíð Már Pétur Rúnar ekki sáttur.Vísir/Davíð Már
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. 15. maí 2023 22:05
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25
Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. 15. maí 2023 22:05
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti