Tindastóll byrjaði leik gærkvöldsins frábærlega og virtist sem spennustigið væri hárrétt stillt hjá heimaliðinu. Eftir magnaðan 1. leikhluta fjaraði sóknarleikur þeirra út og Íslandsmeistarar Vals gengu á lagið. Fór það svo að Valur vann með 13 stigum og því fáum við oddaleik.
Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur af samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. Við byrjum á Benedikt Gunnari Óskarssyni en sá er uppalinn Valsari og hefur spilað með meistaraflokki liðsins í handbolta undanfarin ár.
Þvílíka ofmatið þetta síki
— Benedikt Gunnar Óskarssonn (@BenediktOskars1) May 15, 2023
Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD
— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023
Chokefest í síkinu og já kærastinn var að horfa
— Margrét Ósk (@Maggaosk) May 15, 2023
Það er rétt sem menn segja, það er hörku stemming í Síkinu #körfubolti pic.twitter.com/RMb4Udyb1E
— Gísli Ólafsson (@GisliOlafs) May 15, 2023
Friðrik Ingi Rúnarsson hrósaði vörn Vals.
Vörn Vals er frábær og það er ekki auðvelt að brjóta hana á bak aftur en Tindastóll verður ekki Íslandsmeistari ef liðið ætlar að hverfa frá sínum fjöruga leikstíl, þora að lifa í stemningunni og taka sín stundum ótímabæru skot.
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) May 15, 2023
Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson veltir fyrir sér af hverju liðin geta ekki unnið á heimavelli.
Er ekki óvenjumikil heimavallarbölvun í úrslitakeppnunum í ár? Ég veit að heimavallaforskotið er aðeins ofmetið en er þetta ekki óvenju mikið þetta árið?
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) May 15, 2023
Ástin er sterk
Tindastóll ég elska þig að eilífu amen, leikur 5 LFG! #korfubolti
— Þóranna Ósk (@ThorannaOsk) May 15, 2023
Mikil spenna ríkir fyrir oddaleiknum
Oddaleikur á afmælisdaginn. Takk. pic.twitter.com/Mdabouc9yy
— Henry Birgir (@henrybirgir) May 15, 2023
#Leikur5 á fimmtudaginn pic.twitter.com/4lb1WyO5kz
— Gummi Ben (@GummiBen) May 15, 2023
Oddaleikur. Ekki hægt að afskrifa Val. Hlíðarendi. Ekkert partý í kvöld. Frábær skemmtun. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 15, 2023
Frank Aron Booker var frábær.
LeBron Aron Booker! Takk fyrir mig!! Aaaalvöru oddaleikur coming up
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) May 15, 2023
Booker er ROSALEGUR!
— Björn Teitsson (@bjornteits) May 15, 2023
ég í næsta ble að tala um frank booker pic.twitter.com/qlQWIb8a2u
— Tómas (@tommisteindors) May 15, 2023
My body is in Vegas but my mind is on Frank Aron Booker #BookIt pic.twitter.com/ApqPDdMxF2
— Jói Skúli (@joiskuli10) May 15, 2023
Sigtryggur Arnar líka þó hann hafi tapað.
— Ægir Líndal (@AegirLindal) May 15, 2023
Að lokum var Sindri Snær Jensson mjög ánægður með að Pavel hafi fundið sér „aðra vinnu.“
Mín uppáhalds atvinnuauglýsing allra tíma.
— Sindri Jensson (@sindrijensson) May 15, 2023
Pavel fékk aðra vinnu. pic.twitter.com/YLATAJMN0h