Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 08:49 Rudy Giuliani var persónulegur lögmaður Donalds Trump og áður borgarstjóri New York. AP/Mary Altaffer Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira