Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 11:49 Magnús Már Guðmundsson er framkvæmdastjóri BSRB. BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira