Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Stella Samúelsdóttir skrifar 16. maí 2023 12:30 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun