Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn? Af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir markvörðurinn reyndi Ingvar Jónsson að svara hér að neðan. Ingvar Jónsson [33 ára markmaður, Víkingur | 8 A-landsleikir] Ingvar skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2014 þegar Stjarnan varð nokkuð óvænt Íslandsmeistari ásamt því að fara langt í Evrópu. Eftir ævintýri Stjörnunnar hélt Ingvar til Noregs þar sem hann lék með Start, Sandnes Ulf og Sandefjörd áður en leiðin lá lið til Viborg í Danmörku. Hann flutti heim árið 2020 og samdi við Víking. Sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun í dag en hann átti stóran þátt í að liðið vann tvöfalt árið 2021 og þá er hann án efa einn - ef ekki sá - besti markvörðurinn á Íslandi um þessar mundir. Ingvar Jónsson hefur gert það gott undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét „Mínu einu minningar í fótbolta eru sem markmaður“ „Var í kringum sex ára þegar ég byrjaði að æfa. Fannst gaman í marki og endaði bara þar. Veit ekki hvort það nennti enginn annar að vera í marki en mínar einu minningar í fótbolta eru sem markmaður.“ Ingvar kemur frá Njarðvík og æfði einnig körfubolta þegar hann var að alast upp. Hann valdi á endanum fótboltann en þakkar körfuboltanum fyrir að gera sig að þeim íþróttamanni sem hann er í dag. „Var í mjög sigursælum árgangi í körfunni. Töpuðum varla leik upp yngri flokkana, unnum Norðurlandamót og annað. Á þeim tíma var ég ekki búinn að taka út fulla hæð. Var smá á eftir hvað varðar styrk og því um líkt, fannst það há mér meira í körfunni. Svo var maður kominn með álagsmeiðsli í hné sökum álags og þurfti því að taka ákvörðun. Hafði alltaf aðeins meira gaman að fótboltanum svo það var eiginlega aldrei spurning.“ „Mikið um fótavinnu, hopp og kraft í körfunni, held það sé mjög góður grunnur fyrir markvörð ef maður pælir í því. Ert stöðugt í stuttum skrefum og færslum ásamt því að þetta styrkir kálfa og lappir.“ „Tel það hafa hjálpað mikið að vera í körfubolta svona lengi.“Vísir/Hulda Margrét „Kannski fínt þegar maður lítur til baka“ „Mín yngri flokka saga er þannig séð ekkert frábær. Vorum alltaf í C-riðli og spiluðum mestmegnis við svokölluð „minni“ lið. Ef við spiluðum við sterkari lið þá endaði það oftar en ekki með 10 marka mun.“ „Kannski fínt þegar maður lítur til baka, maður hafði nóg að gera leik eftir leik. Gerði mér örugglega meira gott en öðrum. Svolítið sama saga þegar maður kom í meistaraflokkinn. Vorum á pappír eitt af slakari liðunum í 1. deildinni og ég hafði nóg að gera, var að fá á mig 10-15 skot í leik.“ Ingvar man ekki nákvæmlega hvenær hann fór á sínu fyrstu markmannsæfingar en það var þó fyrr heldur en margur markvörðurinn á hans aldri. Sævar Júlíusson var bæði markmannsþjálfari og hálfgerður lærifaðir Ingvars á yngri árum. „Var boðaður á úrtaksæfingar fyrir U-15 og var að deyja úr stressi kvöldið áður. Hringi í Sævar svona 22.30 á föstudagskvöldi og spyr hvort hann geti ekki tekið markmannsæfingu með mér. Seinna meir sagði Sævar mér að hann hefði verið búinn að fá sér aðeins í glas og hafi verið á leiðinni út á lífið. Hann hætti hins vegar við til að koma með mér á æfingu og róa mig aðeins niður.“ Sævar og David James, fyrrverandi markvörður ÍBV og enska landsliðsins.Njarðvík „Sævar er maðurinn sem maður leitaði til þegar maður var í yngri flokkum. Hann lifir fyrir markvörslu og er einn af þeim sem spáir í þessu allan liðlangan daginn.“ „Alltaf verið meðvitaður um hvað ég þarf að laga og unnið markvisst í þeim þáttum“ „Finnst ég skora nokkuð jafnt í flestum þáttum markvörslunnar. Hef alltaf verið meðvitaður um hvað ég þarf að laga og unnið markvisst í þeim þáttum. Þegar ég kom í Víking taldi ég mig góðan í löppunum því þegar ég var erlendis var talið gott að geta sparkað langt og örugglega ásamt því að hitta sæmilega vel í það svæði sem miðað var á. Þá var ég ekki stöðugt að reyna finna miðjumann eða lyfta boltanum upp á bakvörð.“ „Var að detta í þrítugt og það kom reykur út úr eyrunum á mér við að hlusta á Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkings] segja hvað maður ætti að gera og hvert boltinn átti að fara. Hann ögraði manni og ég fann að ég þyrfti að æfa, hugsa um og bæta mig í þessu.“Vísir/Hulda Margrét „Þó maður sé orðinn 33 ára er endalaust af atriðum sem maður vill laga. Þegar ég fór í atvinnumennsku taldi ég veikleika minn vera að díla við fyrirgjafir, mikið af þeim í norska boltanum sem ég kom inn í. Fannst að ég ætti að taka meira pláss í teignum og var ekki nægilega sterkur líkamlega, maður tæklaði það bara.“ „Hef undanfarin tvö ár verið að vinna í því að taka meira pláss bak við vörnina, þora að standa framar. Þarf að taka það svæði í þeim bolta sem við spilum. Allskonar litlir punktar sem maður þarf að vera meðvitaður um svo maður staðni ekki.“ „Maður geti alltaf bætt sig, ert aldrei búinn að toppa og það er alltaf hægt að bæta sig í einstaka smáatriðum.“Vísir/Hulda Margrét „Markvarsla er ekkert nema endalaus smáatriði. Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum, þetta er svo klikkuð staða. Getur verið mjög sterkur í ákveðnum fasa markvörslu en svo fer sjálfstraustið og þá ertu skelfilegur í því, eða líður þannig. Ótrúlega stutt á milli og oft gerist þetta bara í höfðinu á þér. Að vera sterkur andlega er lykilatriði.“ „Þegar maður var ungur og gerði mistök snemma leiks þá var leikurinn ónýtur. Talandi um Sævar, hann náði að móta þetta rosalega egó sem markmaður þarf að hafa. Held að enginn markmaður í heiminum nái langt sem hefur ekki feikilega trú á sjálfum sér. Það er svo auðvelt að brjóta sig niður við einhver ein mistök.“ „Fylgir því mikil áhætta að spila svona“ „Fótboltinn er að þróast í þessa átt og finnst það mjög spennandi. Dýrka þegar Arnar er að sýna mér klippur af því hvað Ederson eða Alisson eru að gera, hvað þeir gera þegar þeir fá boltann, hvaða svæði þeir eru að finna og svoleiðis.“ „Maður horfir öðruvísi á fótbolta almennt þegar maður er að hugsa svona mikið út í þetta. Maður er farinn að pæla í öðrum hlutum líka.“ Víkingar eru vel staddir þegar kemur að markvörðum. Hér fagna Ingvar og Þórður Ingason sigri í Mjólkurbikarnum síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét „Maður þarf að vera meiri fótboltamaður og taka meiri þátt í sókninni. Mörg mörk sem við skoruðum síðasta sumar byrjuðu með útsparki eða sendingu frá mér sem ég hefði ekki tekið tímabilið á undan. Gefur mikið að sjá þetta bera árangur. Þetta er ekki eingöngu óþarfa áhætta sem maður fær í bakið heldur er þetta að skila árangri.“ „Held samt að fólk hafi gaman að því að horfa á svona fótbolta og þegar þetta virkar hafa leikmenn fáránlega gaman af þessu. Fylgir því samt mikil áhætta að spila svona. Er ekki aðdáandi þess að gefa áhættusama sendingu á 89. mínútu ef við erum að vinna 1-0 og gefa hinu liðinu þannig aukna möguleika á að jafna leikinn. Það þarf að meta stöðuna hverju sinni. Færð ekkert skammir ef maður lúðrar einum og einum langt ef þú sérð að þetta er of mikil áhætta.“ „Þetta er að ég held líka árangursríkt ef maður villná lengra. Sást í Evrópuleikjunum [sumarið 2022] að við vorum mjög nálægt því að gera meira og betur hefði þetta aðeins fallið með okkur. Fórum ekki úr því sem við vorum að gera en var ef til vill refsað því við vorum ekki komnir nægilega langt í okkar hugmyndafræði.“ „Höfum allir trú á að þetta muni skila okkur á einhvern ákveðinn stað. Er ekki bara að negla langt upp í vindinn og vona það besta. Erfitt að byggja einhver plön í kringum það en alltaf hægt að grípa í þá leið þegar þess þarf.“ Tveir eða þrír miðverðir? „Hef eiginlega alltaf spilað með tvo miðverði fyrir framan mig. Það er svona þægindaramminn. Í Noregi var ég með þjálfara sem var mjög hrifinn af ítalskri taktík þar sem það var spilað með þrjá miðverði.“ „Þegar við hjá Víking höfum gripið í að spila með þrjá miðverði þá er þetta ekki eitthvað sem ég pæli of mikið í. Meira hvernig við erum að spila upp eða út frá marki.“ „Uppspilið er í grunninn nokkuð svipað en áherslubreytingar eftir því við hvern við erum að spila og hvernig þeir pressa. Getur breyst deginum fyrir leik ef þess þarf.“Vísir/Diego „Reyni alltaf að beita einhverri sálfræði“ „Það er alltaf smá partur af manni sem nýtur þess þegar andstæðingurinn fær vítaspyrnu. Blanda af adrenalíni og stemningu sem fylgir því að standa á línunni þegar dómarinn flautar. Svo er geggjuð upplifun að vera mættur í rétt horn og vera með vítið í vasanum.“ „Þegar maður horfir á myndbönd af vítaskyttum: Hvernig er upphafsstaðan, hleypur hann hratt eða hægt að boltanum, er hann að horfa í hornið. Allskonar fleiri atriði þegar menn eru farnir að hægja á sér, hoppa og flækja þetta óþarflega mikið. Maður pælir í öllum þessum hlutum.“ „Ég reyni alltaf að beita einhverri sálfræði,“ sagði Ingvar einnig en vildi þó ekki gefa upp öll sín leyndarmál. Hann tjáði sig þó um hið fræga víti gegn KR sem breytti gangi mála á Íslandsmótinu 2021. „Í þessu fræga KR-víti var langur aðdragandi. Labbaði að Pálma Rafni [Pálmasyni], rétti honum boltann og spurði hvort hann ætlaði að setja boltann í sama horn og síðast. Maður reynir að gera eitthvað sem lætur menn hugsa og vonandi tekur þá aðeins á taugum. Trúi að svona atriði hafi áhrif en svo geta þeir alveg sett boltann örugglega í hitt hornið og það skipti engu máli hvað maður gerði.“ „Rosalega mörg smáatriði í þessu“ „Sama með þetta eins og vítin. Með allri tækninni sem er komin þá fer hellings vinna í að skoða klippur af helstu framherjum og skoða hvernig þeir eru að klára færin sín. Eru þeir að hamra af stuttu færi eða leggja boltann innanfótar í fjær. Maður er að eyða meiri tíma í svona atriði en áður.“ „Oft eru leikmenn með sína styrkleiki. Nökkvi Þeyr [Þórisson] setti boltann til dæmis nærri alltaf upp í hornið fjær. Var nánast mættur í hornið en varði samt ekki skotið.“ Markið má sjá í spilaranum hér að ofan þegar 02:10 mínútur eru liðnar. „Hjálpar pottþétt og ef það er spurning um örfáa sentímetra þá getur öll þessi undirbúningsvinna skilað sér. Er leikmaðurinn að koma á mikilli ferð? Er hann að hægja? Er hann að líta upp eða er hann ekkert að pæla hvar markmaðurinn stendur? Ef hann horfir mikið þá gefur maður kannski annað hornið, rosalega mörg smáatriði í þessu.“ Ingvar ver frá Höskuldi Gunnlaugssyni.Vísir/Hulda Margrét „Til að halda sér inn í leiknum er maður oft sígjammandi“ „Maður er alltaf talandi og að reyna stýra mönnum fyrir framan sig. Það breytist ekkert hvort það komi eitthvað armband á mann. Fyrir mig skiptir mestu máli að vera í sambandi við miðverðina og ef maður sér að einhver er ekki alveg nægilega klár í föstu leikatriði.“ „Erfiðustu leikirnir eru þegar það er lítið að gera stóran part leiksins. Þá þýðir ekki að hugsa um hvað á að gera eftir leik eða hvað er í matinn á morgun. Til að halda sér inn í leiknum er maður oft sígjammandi við hinn og þennan þó það meiki ekkert alltaf sens sem maður er að segja. Er líka bara til að halda fókus og vera klár þegar skotið kemur í uppbótatíma.“ „Geggjað að vera í þannig umhverfi“ „Að finna metnaðinn, ekki bara hjá Arnari heldur öllum í kringum klúbbinn. Það er stöðugt verið að huga að bæta aðstöðu leikmanna og alls í kringum klúbbinn. Eftir 2021 þegar margir héldu að toppnum væri náð en þá var hugsunin hvað við gætum bætt. Það er Evrópukeppni og halda áfram að berjast um titla. Það er bannað að stoppa.“ „Þegar lið verða sigursæl er auðvelt að halda að þetta gerist að sjálfu sér og slaka á. Þá á hins vegar að gefa í, leggja meira í þetta og styrkja liðið enn frekar. Geggjað að vera í þannig umhverfi.“Vísir/Hulda Margrét „Hvað varðar atvinnumannaferilinn þá leið okkur fjölskyldunni best í Sandefjord í Noregi. Var mikið flakk í byrjun og maður bjó í ferðatösku. Gerir engum gott, hvorki innan vallar né utan. Maður þarf alltaf sinn aðlögunartíma. Sama þegar maður flytur heim eftir að hafa búið lengi erlendis. Það tekur alltaf sinn tíma að vera ekki stöðugt í framkvæmdum, flutningum eða óvissu. Snýst um að ná jafnvægi og þá skilar það sínu.“ „Eitthvað við það að spila stóra leiki“ Að lokum var Ingvar spurður út í uppáhaldsmarkvörsluna sína á ferlinum. Vítið í Vesturbænum bar fyrst á góma. „Það er varsla eða augnablik sem mun sennilega aldrei gleymast vegna aðdragandans og hvaða áhrif það hafði í titilbaráttunni. Óraunverulegt dæmi þó varslan hafi ekki verið sérstök tæknilega séð, bara löngu mættur í hornið. Meira augnablikið.“ „Þessi frægi leikur 2014, þessir tveir Íslandsmeistaratitlar hjá mér hafa verið heldur dramatískir. Þegar allt er undir, það er varla til betri tilfinning en að klára það .“ „Það er markvarsla í þeim leik sem ég gleymi aldrei. Kemur fyrirgjöf frá hægri, Atli Guðnason er aleinn á fjær og skallar að marki. Ég enda á hnjánum með báðar hendur út og næ að blaka honum yfir. Risavarsla ef horft er í hvernig sá leikur þróaðist. Myndi segja að það væri ein af mínum uppáhalds.“ „Það er eitthvað við það að spila stóra leiki, adrenalínið og það sem slíkur leikur gefur manni. Extra sætt að spila þá leiki,“ sagði Ingvar Jónsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Leikurinn minn í mínum orðum Tengdar fréttir „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01 „Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01 „Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn? Af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir markvörðurinn reyndi Ingvar Jónsson að svara hér að neðan. Ingvar Jónsson [33 ára markmaður, Víkingur | 8 A-landsleikir] Ingvar skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2014 þegar Stjarnan varð nokkuð óvænt Íslandsmeistari ásamt því að fara langt í Evrópu. Eftir ævintýri Stjörnunnar hélt Ingvar til Noregs þar sem hann lék með Start, Sandnes Ulf og Sandefjörd áður en leiðin lá lið til Viborg í Danmörku. Hann flutti heim árið 2020 og samdi við Víking. Sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun í dag en hann átti stóran þátt í að liðið vann tvöfalt árið 2021 og þá er hann án efa einn - ef ekki sá - besti markvörðurinn á Íslandi um þessar mundir. Ingvar Jónsson hefur gert það gott undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét „Mínu einu minningar í fótbolta eru sem markmaður“ „Var í kringum sex ára þegar ég byrjaði að æfa. Fannst gaman í marki og endaði bara þar. Veit ekki hvort það nennti enginn annar að vera í marki en mínar einu minningar í fótbolta eru sem markmaður.“ Ingvar kemur frá Njarðvík og æfði einnig körfubolta þegar hann var að alast upp. Hann valdi á endanum fótboltann en þakkar körfuboltanum fyrir að gera sig að þeim íþróttamanni sem hann er í dag. „Var í mjög sigursælum árgangi í körfunni. Töpuðum varla leik upp yngri flokkana, unnum Norðurlandamót og annað. Á þeim tíma var ég ekki búinn að taka út fulla hæð. Var smá á eftir hvað varðar styrk og því um líkt, fannst það há mér meira í körfunni. Svo var maður kominn með álagsmeiðsli í hné sökum álags og þurfti því að taka ákvörðun. Hafði alltaf aðeins meira gaman að fótboltanum svo það var eiginlega aldrei spurning.“ „Mikið um fótavinnu, hopp og kraft í körfunni, held það sé mjög góður grunnur fyrir markvörð ef maður pælir í því. Ert stöðugt í stuttum skrefum og færslum ásamt því að þetta styrkir kálfa og lappir.“ „Tel það hafa hjálpað mikið að vera í körfubolta svona lengi.“Vísir/Hulda Margrét „Kannski fínt þegar maður lítur til baka“ „Mín yngri flokka saga er þannig séð ekkert frábær. Vorum alltaf í C-riðli og spiluðum mestmegnis við svokölluð „minni“ lið. Ef við spiluðum við sterkari lið þá endaði það oftar en ekki með 10 marka mun.“ „Kannski fínt þegar maður lítur til baka, maður hafði nóg að gera leik eftir leik. Gerði mér örugglega meira gott en öðrum. Svolítið sama saga þegar maður kom í meistaraflokkinn. Vorum á pappír eitt af slakari liðunum í 1. deildinni og ég hafði nóg að gera, var að fá á mig 10-15 skot í leik.“ Ingvar man ekki nákvæmlega hvenær hann fór á sínu fyrstu markmannsæfingar en það var þó fyrr heldur en margur markvörðurinn á hans aldri. Sævar Júlíusson var bæði markmannsþjálfari og hálfgerður lærifaðir Ingvars á yngri árum. „Var boðaður á úrtaksæfingar fyrir U-15 og var að deyja úr stressi kvöldið áður. Hringi í Sævar svona 22.30 á föstudagskvöldi og spyr hvort hann geti ekki tekið markmannsæfingu með mér. Seinna meir sagði Sævar mér að hann hefði verið búinn að fá sér aðeins í glas og hafi verið á leiðinni út á lífið. Hann hætti hins vegar við til að koma með mér á æfingu og róa mig aðeins niður.“ Sævar og David James, fyrrverandi markvörður ÍBV og enska landsliðsins.Njarðvík „Sævar er maðurinn sem maður leitaði til þegar maður var í yngri flokkum. Hann lifir fyrir markvörslu og er einn af þeim sem spáir í þessu allan liðlangan daginn.“ „Alltaf verið meðvitaður um hvað ég þarf að laga og unnið markvisst í þeim þáttum“ „Finnst ég skora nokkuð jafnt í flestum þáttum markvörslunnar. Hef alltaf verið meðvitaður um hvað ég þarf að laga og unnið markvisst í þeim þáttum. Þegar ég kom í Víking taldi ég mig góðan í löppunum því þegar ég var erlendis var talið gott að geta sparkað langt og örugglega ásamt því að hitta sæmilega vel í það svæði sem miðað var á. Þá var ég ekki stöðugt að reyna finna miðjumann eða lyfta boltanum upp á bakvörð.“ „Var að detta í þrítugt og það kom reykur út úr eyrunum á mér við að hlusta á Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkings] segja hvað maður ætti að gera og hvert boltinn átti að fara. Hann ögraði manni og ég fann að ég þyrfti að æfa, hugsa um og bæta mig í þessu.“Vísir/Hulda Margrét „Þó maður sé orðinn 33 ára er endalaust af atriðum sem maður vill laga. Þegar ég fór í atvinnumennsku taldi ég veikleika minn vera að díla við fyrirgjafir, mikið af þeim í norska boltanum sem ég kom inn í. Fannst að ég ætti að taka meira pláss í teignum og var ekki nægilega sterkur líkamlega, maður tæklaði það bara.“ „Hef undanfarin tvö ár verið að vinna í því að taka meira pláss bak við vörnina, þora að standa framar. Þarf að taka það svæði í þeim bolta sem við spilum. Allskonar litlir punktar sem maður þarf að vera meðvitaður um svo maður staðni ekki.“ „Maður geti alltaf bætt sig, ert aldrei búinn að toppa og það er alltaf hægt að bæta sig í einstaka smáatriðum.“Vísir/Hulda Margrét „Markvarsla er ekkert nema endalaus smáatriði. Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum, þetta er svo klikkuð staða. Getur verið mjög sterkur í ákveðnum fasa markvörslu en svo fer sjálfstraustið og þá ertu skelfilegur í því, eða líður þannig. Ótrúlega stutt á milli og oft gerist þetta bara í höfðinu á þér. Að vera sterkur andlega er lykilatriði.“ „Þegar maður var ungur og gerði mistök snemma leiks þá var leikurinn ónýtur. Talandi um Sævar, hann náði að móta þetta rosalega egó sem markmaður þarf að hafa. Held að enginn markmaður í heiminum nái langt sem hefur ekki feikilega trú á sjálfum sér. Það er svo auðvelt að brjóta sig niður við einhver ein mistök.“ „Fylgir því mikil áhætta að spila svona“ „Fótboltinn er að þróast í þessa átt og finnst það mjög spennandi. Dýrka þegar Arnar er að sýna mér klippur af því hvað Ederson eða Alisson eru að gera, hvað þeir gera þegar þeir fá boltann, hvaða svæði þeir eru að finna og svoleiðis.“ „Maður horfir öðruvísi á fótbolta almennt þegar maður er að hugsa svona mikið út í þetta. Maður er farinn að pæla í öðrum hlutum líka.“ Víkingar eru vel staddir þegar kemur að markvörðum. Hér fagna Ingvar og Þórður Ingason sigri í Mjólkurbikarnum síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét „Maður þarf að vera meiri fótboltamaður og taka meiri þátt í sókninni. Mörg mörk sem við skoruðum síðasta sumar byrjuðu með útsparki eða sendingu frá mér sem ég hefði ekki tekið tímabilið á undan. Gefur mikið að sjá þetta bera árangur. Þetta er ekki eingöngu óþarfa áhætta sem maður fær í bakið heldur er þetta að skila árangri.“ „Held samt að fólk hafi gaman að því að horfa á svona fótbolta og þegar þetta virkar hafa leikmenn fáránlega gaman af þessu. Fylgir því samt mikil áhætta að spila svona. Er ekki aðdáandi þess að gefa áhættusama sendingu á 89. mínútu ef við erum að vinna 1-0 og gefa hinu liðinu þannig aukna möguleika á að jafna leikinn. Það þarf að meta stöðuna hverju sinni. Færð ekkert skammir ef maður lúðrar einum og einum langt ef þú sérð að þetta er of mikil áhætta.“ „Þetta er að ég held líka árangursríkt ef maður villná lengra. Sást í Evrópuleikjunum [sumarið 2022] að við vorum mjög nálægt því að gera meira og betur hefði þetta aðeins fallið með okkur. Fórum ekki úr því sem við vorum að gera en var ef til vill refsað því við vorum ekki komnir nægilega langt í okkar hugmyndafræði.“ „Höfum allir trú á að þetta muni skila okkur á einhvern ákveðinn stað. Er ekki bara að negla langt upp í vindinn og vona það besta. Erfitt að byggja einhver plön í kringum það en alltaf hægt að grípa í þá leið þegar þess þarf.“ Tveir eða þrír miðverðir? „Hef eiginlega alltaf spilað með tvo miðverði fyrir framan mig. Það er svona þægindaramminn. Í Noregi var ég með þjálfara sem var mjög hrifinn af ítalskri taktík þar sem það var spilað með þrjá miðverði.“ „Þegar við hjá Víking höfum gripið í að spila með þrjá miðverði þá er þetta ekki eitthvað sem ég pæli of mikið í. Meira hvernig við erum að spila upp eða út frá marki.“ „Uppspilið er í grunninn nokkuð svipað en áherslubreytingar eftir því við hvern við erum að spila og hvernig þeir pressa. Getur breyst deginum fyrir leik ef þess þarf.“Vísir/Diego „Reyni alltaf að beita einhverri sálfræði“ „Það er alltaf smá partur af manni sem nýtur þess þegar andstæðingurinn fær vítaspyrnu. Blanda af adrenalíni og stemningu sem fylgir því að standa á línunni þegar dómarinn flautar. Svo er geggjuð upplifun að vera mættur í rétt horn og vera með vítið í vasanum.“ „Þegar maður horfir á myndbönd af vítaskyttum: Hvernig er upphafsstaðan, hleypur hann hratt eða hægt að boltanum, er hann að horfa í hornið. Allskonar fleiri atriði þegar menn eru farnir að hægja á sér, hoppa og flækja þetta óþarflega mikið. Maður pælir í öllum þessum hlutum.“ „Ég reyni alltaf að beita einhverri sálfræði,“ sagði Ingvar einnig en vildi þó ekki gefa upp öll sín leyndarmál. Hann tjáði sig þó um hið fræga víti gegn KR sem breytti gangi mála á Íslandsmótinu 2021. „Í þessu fræga KR-víti var langur aðdragandi. Labbaði að Pálma Rafni [Pálmasyni], rétti honum boltann og spurði hvort hann ætlaði að setja boltann í sama horn og síðast. Maður reynir að gera eitthvað sem lætur menn hugsa og vonandi tekur þá aðeins á taugum. Trúi að svona atriði hafi áhrif en svo geta þeir alveg sett boltann örugglega í hitt hornið og það skipti engu máli hvað maður gerði.“ „Rosalega mörg smáatriði í þessu“ „Sama með þetta eins og vítin. Með allri tækninni sem er komin þá fer hellings vinna í að skoða klippur af helstu framherjum og skoða hvernig þeir eru að klára færin sín. Eru þeir að hamra af stuttu færi eða leggja boltann innanfótar í fjær. Maður er að eyða meiri tíma í svona atriði en áður.“ „Oft eru leikmenn með sína styrkleiki. Nökkvi Þeyr [Þórisson] setti boltann til dæmis nærri alltaf upp í hornið fjær. Var nánast mættur í hornið en varði samt ekki skotið.“ Markið má sjá í spilaranum hér að ofan þegar 02:10 mínútur eru liðnar. „Hjálpar pottþétt og ef það er spurning um örfáa sentímetra þá getur öll þessi undirbúningsvinna skilað sér. Er leikmaðurinn að koma á mikilli ferð? Er hann að hægja? Er hann að líta upp eða er hann ekkert að pæla hvar markmaðurinn stendur? Ef hann horfir mikið þá gefur maður kannski annað hornið, rosalega mörg smáatriði í þessu.“ Ingvar ver frá Höskuldi Gunnlaugssyni.Vísir/Hulda Margrét „Til að halda sér inn í leiknum er maður oft sígjammandi“ „Maður er alltaf talandi og að reyna stýra mönnum fyrir framan sig. Það breytist ekkert hvort það komi eitthvað armband á mann. Fyrir mig skiptir mestu máli að vera í sambandi við miðverðina og ef maður sér að einhver er ekki alveg nægilega klár í föstu leikatriði.“ „Erfiðustu leikirnir eru þegar það er lítið að gera stóran part leiksins. Þá þýðir ekki að hugsa um hvað á að gera eftir leik eða hvað er í matinn á morgun. Til að halda sér inn í leiknum er maður oft sígjammandi við hinn og þennan þó það meiki ekkert alltaf sens sem maður er að segja. Er líka bara til að halda fókus og vera klár þegar skotið kemur í uppbótatíma.“ „Geggjað að vera í þannig umhverfi“ „Að finna metnaðinn, ekki bara hjá Arnari heldur öllum í kringum klúbbinn. Það er stöðugt verið að huga að bæta aðstöðu leikmanna og alls í kringum klúbbinn. Eftir 2021 þegar margir héldu að toppnum væri náð en þá var hugsunin hvað við gætum bætt. Það er Evrópukeppni og halda áfram að berjast um titla. Það er bannað að stoppa.“ „Þegar lið verða sigursæl er auðvelt að halda að þetta gerist að sjálfu sér og slaka á. Þá á hins vegar að gefa í, leggja meira í þetta og styrkja liðið enn frekar. Geggjað að vera í þannig umhverfi.“Vísir/Hulda Margrét „Hvað varðar atvinnumannaferilinn þá leið okkur fjölskyldunni best í Sandefjord í Noregi. Var mikið flakk í byrjun og maður bjó í ferðatösku. Gerir engum gott, hvorki innan vallar né utan. Maður þarf alltaf sinn aðlögunartíma. Sama þegar maður flytur heim eftir að hafa búið lengi erlendis. Það tekur alltaf sinn tíma að vera ekki stöðugt í framkvæmdum, flutningum eða óvissu. Snýst um að ná jafnvægi og þá skilar það sínu.“ „Eitthvað við það að spila stóra leiki“ Að lokum var Ingvar spurður út í uppáhaldsmarkvörsluna sína á ferlinum. Vítið í Vesturbænum bar fyrst á góma. „Það er varsla eða augnablik sem mun sennilega aldrei gleymast vegna aðdragandans og hvaða áhrif það hafði í titilbaráttunni. Óraunverulegt dæmi þó varslan hafi ekki verið sérstök tæknilega séð, bara löngu mættur í hornið. Meira augnablikið.“ „Þessi frægi leikur 2014, þessir tveir Íslandsmeistaratitlar hjá mér hafa verið heldur dramatískir. Þegar allt er undir, það er varla til betri tilfinning en að klára það .“ „Það er markvarsla í þeim leik sem ég gleymi aldrei. Kemur fyrirgjöf frá hægri, Atli Guðnason er aleinn á fjær og skallar að marki. Ég enda á hnjánum með báðar hendur út og næ að blaka honum yfir. Risavarsla ef horft er í hvernig sá leikur þróaðist. Myndi segja að það væri ein af mínum uppáhalds.“ „Það er eitthvað við það að spila stóra leiki, adrenalínið og það sem slíkur leikur gefur manni. Extra sætt að spila þá leiki,“ sagði Ingvar Jónsson að lokum.
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01