Sveindís spilar úrslitaleiki fyrir framan metfjölda í Þýskalandi og Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gerðu frábærlega í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, og Bayern München í undanúrslitum þýska bikarsins. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir verður í sviðsljósinu með þýska stórliðinu Wolfsburg á næstunni. Liðið spilar bikarúrslitaleik í Þýskalandi á morgun og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 3. júní, og áhorfendamet verður slegið á báðum leikjum. Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira
Svekkjandi 4-0 skellur gegn Frankfurt um helgina gerir það að verkum að Wolfsburg þarf nær örugglega að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Bayern München, með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs. Hins vegar á Wolfsburg möguleika á tveimur öðrum titlum. Sá fyrri er í boði annað kvöld þegar Wolfsburg mætir Freiburg í bikarúrslitaleik í Köln. Metið á bikarúrslitaleik slegið með stæl Áhuginn á bikarúrslitaleiknum, sem sýndur er á ARD og Sky í Þýskalandi, er mikill og samkvæmt frétt Bild í dag hafa yfir 40.000 miðar selst. Því er ljóst að áhorfendamet verður selt og mögulegt er að það verði uppselt en völlurinn tekur 44.808 manns. Fram til þessa er áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna í Þýskalandi 26.282 manns, frá árinu 2010, og aldrei hafa fleiri séð félagslið kvenna mætast í Þýskalandi. Það met var sett á deildarleik Kölnar og Frankfurt í apríl og er 38.365 manns. Wolfsburg hefur unnið bikarmeistaratitilinn átta ár í röð, og getur fyrirliðinn Alexandra Popp unnið níunda titilinn í röð. Metfjöldi í Hollandi Eftir bikarúrslitaleikinn spilar Wolfsburg tvo deildarleiki og þarf liðið að vinna þá báða, og treysta á að Bayern vinni hvorugan af sínum, til þess að Wolfsburg geti varið þýska meistaratitilinn. Lokaleikur Wolfsburg á tímabilinu er svo sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu, laugardaginn 3. júní, gegn Barcelona, en Wolfsburg komst þangað með því að slá út Arsenal í mögnuðu einvígi í undanúrslitum. Sveindís skoraði þar og lagði upp í fyrri leiknum. View this post on Instagram A post shared by Sveindi s Jane Jo nsdo ttir (@sveindisss) Sá úrslitaleikur fer fram í Eindhoven í Hollandi og er þegar orðið uppselt, í fyrsta sinn á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Alls seldust 34.100 miðar og því verður sett áhorfendamet á fótboltaleik kvenna í Hollandi. Fyrra metið átti hollenska landsliðið frá leik sínum við Ástralíu 2019, sem 30.640 manns sáu.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Sjá meira