Spá því að vextir hækki um heila prósentu Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 15:10 Gangi spá Landsbankans eftir verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent