„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 16:20 Pavel Ermolinskij vann titilinn í fyrra með Val gegn Tindastól. Nú freistar hann þess að vinna titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Dúi Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp. Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30