Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 14:59 Bit Digital segist fjölga vélum um 2.500 á Íslandi. Getty Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin. Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin.
Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent