„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 21:12 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Niceair og einn af stofnendum félagsins. Niceair Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. „Kæru vinir. Það er orðið ljóst að ekki reyndist unnt að bjarga því sem eftir var af Niceair eftir margra vikna lífróður. Stjórn fann sig tilneydda til að óska gjaldþrotaskipta. Ég reyndi til hins ítrasta að fá fjárfesta að verkefninu og bjarga því sem bjargað varð, taka skref til baka til að taka flugið í vetur eða næsta vor. Áætlaður kostnaður við þann biðleik hljóp á 90-135 [milljónum]. Síðan þyrfti að endurfjármagna þegar flug myndi hefjast á nýjum forsendum,“ segir Þorvaldur Lúðvík í færslu á Facebook. Tvennt kom til Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í að ræða við fjárfesta utan hins hefðbundan hluthafahóps en svarið yfirleitt verið á þessa leið: „Þið hljótið að redda þessu sjálf fyrir norðan.“ Það hafi augljóslega ekki gengið eftir. „Almennt séð gekk vel að fljúga um Akureyri og áætlanir gerðu ráð fyrir jafnvægi í rekstrinum 2023, enda myndi Bretland bætast við í haust. Það sýndi sig að flug um Akureyri er raunhæft. Niceair varð fyrir tveimur meiri háttar skakkaföllum: Ekki voru til staðar flugheimildir hjá samstarfsaðila (HiFly) milli Íslands og Bretlands (2022). Sami samstarfsaðili fór síðast í vanskil við eiganda vélarinnar, Avolon, sem endaði á að gera vélina upptæka (2023),“ segir hann enn fremur. Hann telur að tjónið hafi fyrst og fremst lent á Niceair, enda eina flugvélin sem félagið hafi haft yfir að ráða. Án flugvélarinnar hafi eðli málsins samkvæmt engar tekjur komið inn í félagið. Áhugi fjárfesta þvarr Þorvaldur bætir við að stjórnin hafi leitað eftir meira fjármagni síðustu mánuði og Byggðastofnun hafi meðal annars boðist til að hlaupa undir bagga. Þegar HiFly missti vélina urðu áætlanirnar að engu; flugvélalaust félag með farþega út um allan heim um páskana. „Engan veginn gekk að fá aðra vél á þessum tíma, né síðar. Veruleg umframeftirspurn er nú eftir flugvélum og leiguverð hefur hækkað skarpt, sem kannski skýrir þann leik sem síðar fór í gang þegar HiFly greiddi ekki af vélinni „okkar“. Eftir að við höfðum ekki lengur umráð yfir vélinni „okkar,“ sem leigufélagið glutraði úr höndunum á sér, þvarr sá áhugi fjárfesta sem verið hafði.“ Hann segir mjög þungbært að hugsa til þess að almenningur og hluthafar hafi orðið fyrir fjártjóni. „Það er einnig þungbært að sjá á bak vinnustað sínum og samstarfsfólki, á sama tíma og það verður endanleg niðurstaða að draumur minn og mjög margra annarra, er úti að sinni. Ég hafði ástríðu og hjarta í þetta verkefni, en ástæður þrots má að flestu leyti rekja til sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila okkar, sem gerði okkur ókleift að halda áfram, þótt vitanlega hafi verið gerð mistök hér heima líka. Ég lagði líf og sál, ómældan svita og andvökunætur í að láta þetta ganga upp.“ Þorvaldur Lúðvík endar færsluna á örfáum orðum: „Þessum kafla er lokið hjá mér.“ Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. 28. apríl 2023 19:17 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Kæru vinir. Það er orðið ljóst að ekki reyndist unnt að bjarga því sem eftir var af Niceair eftir margra vikna lífróður. Stjórn fann sig tilneydda til að óska gjaldþrotaskipta. Ég reyndi til hins ítrasta að fá fjárfesta að verkefninu og bjarga því sem bjargað varð, taka skref til baka til að taka flugið í vetur eða næsta vor. Áætlaður kostnaður við þann biðleik hljóp á 90-135 [milljónum]. Síðan þyrfti að endurfjármagna þegar flug myndi hefjast á nýjum forsendum,“ segir Þorvaldur Lúðvík í færslu á Facebook. Tvennt kom til Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í að ræða við fjárfesta utan hins hefðbundan hluthafahóps en svarið yfirleitt verið á þessa leið: „Þið hljótið að redda þessu sjálf fyrir norðan.“ Það hafi augljóslega ekki gengið eftir. „Almennt séð gekk vel að fljúga um Akureyri og áætlanir gerðu ráð fyrir jafnvægi í rekstrinum 2023, enda myndi Bretland bætast við í haust. Það sýndi sig að flug um Akureyri er raunhæft. Niceair varð fyrir tveimur meiri háttar skakkaföllum: Ekki voru til staðar flugheimildir hjá samstarfsaðila (HiFly) milli Íslands og Bretlands (2022). Sami samstarfsaðili fór síðast í vanskil við eiganda vélarinnar, Avolon, sem endaði á að gera vélina upptæka (2023),“ segir hann enn fremur. Hann telur að tjónið hafi fyrst og fremst lent á Niceair, enda eina flugvélin sem félagið hafi haft yfir að ráða. Án flugvélarinnar hafi eðli málsins samkvæmt engar tekjur komið inn í félagið. Áhugi fjárfesta þvarr Þorvaldur bætir við að stjórnin hafi leitað eftir meira fjármagni síðustu mánuði og Byggðastofnun hafi meðal annars boðist til að hlaupa undir bagga. Þegar HiFly missti vélina urðu áætlanirnar að engu; flugvélalaust félag með farþega út um allan heim um páskana. „Engan veginn gekk að fá aðra vél á þessum tíma, né síðar. Veruleg umframeftirspurn er nú eftir flugvélum og leiguverð hefur hækkað skarpt, sem kannski skýrir þann leik sem síðar fór í gang þegar HiFly greiddi ekki af vélinni „okkar“. Eftir að við höfðum ekki lengur umráð yfir vélinni „okkar,“ sem leigufélagið glutraði úr höndunum á sér, þvarr sá áhugi fjárfesta sem verið hafði.“ Hann segir mjög þungbært að hugsa til þess að almenningur og hluthafar hafi orðið fyrir fjártjóni. „Það er einnig þungbært að sjá á bak vinnustað sínum og samstarfsfólki, á sama tíma og það verður endanleg niðurstaða að draumur minn og mjög margra annarra, er úti að sinni. Ég hafði ástríðu og hjarta í þetta verkefni, en ástæður þrots má að flestu leyti rekja til sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila okkar, sem gerði okkur ókleift að halda áfram, þótt vitanlega hafi verið gerð mistök hér heima líka. Ég lagði líf og sál, ómældan svita og andvökunætur í að láta þetta ganga upp.“ Þorvaldur Lúðvík endar færsluna á örfáum orðum: „Þessum kafla er lokið hjá mér.“
Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. 28. apríl 2023 19:17 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00
Öllu starfsfólki Niceair sagt upp Öllum sextán starfsmönnum Niceair hefur verið sagt upp störfum og félagið mun ekki hefja flugið aftur í sumar. 28. apríl 2023 19:17
„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43