Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 11:15 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Egill Aðalsteinsson Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14
Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46