Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 19:36 Einhver ætlar greinilega að keyra hringinn í kringum landið á ljósbláum Ferrari. Stöð 2 Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér. Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent
Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér.
Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent