Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 19:36 Einhver ætlar greinilega að keyra hringinn í kringum landið á ljósbláum Ferrari. Stöð 2 Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér. Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent
Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér.
Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent