Fótbolti

Dæmdi úr­slita­leik HM og nú úr­slita­leik Meistara­deildar Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Szymon Marciniak dæmir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Szymon Marciniak dæmir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Visionhaus/Getty Images

Pólverjinn Szymon Marciniak mun dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á milli Inter og Manchester City sem fram fer á Atatürk-vellinum í Istanbúl í Tyrklandi þann 10. júní.

Hinn 42 ára gamli Marciniak hefur stýrt átta leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Þar á meðal síðari leiknum í einvígi Manchester City og Real Madríd. Hann hefur ekki dæmt úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu áður en hann var fjórði dómari í úrslitaleiknum vorið 2018.

Paweł Sokolnicki og Tomasz Listkiewicz, báðir frá Póllandi, verða aðstoðardómarar leiksins á meðan Istvan Kovacs frá Rúmeníu verður fjórði dómari leiksins.

Marciniak hefur átt frábært ár og dæmdi úrslitaleik HM í Katar þar sem Argentína hafði betur gegn Frakklandi.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefst kl. 19.00 á laugardaginn 10. júní. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×