Sjáðu axlar- og bakmark í Eyjum, „eldrauða spjaldið“ og neglur Atla og Gísla Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 09:07 Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í sigrinum dýrmæta gegn Fram í gærkvöld. vísir/Anton Það var nóg um að vera í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk í gær. KR vann langþráðan sigur gegn Fram, Víkingur jók forskot sitt á toppnum og Keflavík fór á botninn þrátt fyrir markalaust jafntefli við Val. Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira
Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ Sjá meira