Mikill áhugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 10:05 Arnór í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðssyni verða fróðlegar. Mikill áhugi er á leikmanninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norrköping í Svíþjóð á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu í Rússlandi. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“ Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira