Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sat fyrir svörum um hvalveiðar á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira