Mesta brottfall í Evrópu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. maí 2023 07:00 Brottfall er tvöfalt meira hjá drengjum en stúlkum. Það lang hæsta í Evrópu. Vísir/Vilhelm Brottfall ungs fólks úr námi er á uppleið aftur eftir covid faraldurinn og er nú það hæsta í Evrópu. Tvöfalt fleiri drengir hverfa á brott úr námi en stúlkur. Dósent í félagsfræði segir vandann hefjast í grunnskólum. 16,5 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 24 flosnuðu upp úr námi á árinu 2022. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Þetta er hæsta hlutfall í Evrópu þar sem meðaltalið er 9,6 prósent. Til lengri tíma litið hefur hlutfallið lækkað því að á árunum fyrri covid var brottfall um og yfir 20 prósent á Íslandi. Í faraldrinum fór það þó undir 15 prósent. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að taka verði nýlegum tölum með fyrirvara. Í faraldrinum hafi verið lítil tækifæri fyrir ungt fólk utan skóla. Hvort að þessir krakkar sem klári betur nám verði að koma í ljós á næstu árum. Vandinn byrjar í grunnskóla Háar brottfallstölur á Íslandi eru ekki nýtt vandamál og árið 2022 birtu Kolbeinn og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur, viðamikla skýrslu um málið. Það er um félagslega og efnahagslega stöðu og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum. „Við höfum einblínt of mikið á að brottfall úr framhaldsskólum sé vandamál framhaldsskólanna sem þurfi að leysa á framhaldsskólastiginu. En vandamálið byrjar miklu miklu fyrr,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi sé bæði mjög há upptaka í framhaldsskóla og hátt brottfall. Kolbeinn segir að félagslegar og efnahagslegar aðstæður hafi áhrif á námsárangur barna í grunnskólum og þar af leiðandi uppbyggingu námsgetu. Mörg börn lendi á vegg í framhaldsskóla því þau voru ekki nægilega vel undirbúin eftir grunnskólann. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson hefur rannsakað brottfall og segir að vandinn byrji strax í fyrsta bekk grunnskóla.Vísir/Baldur Vandi barns getur byrjað strax í fyrsta bekk grunnskóla en bestu vísbendingarnar sem hægt sé að fá varðandi brotthvarf úr skóla, seinna á námsferlinum, séu einkunnir úr tíunda bekk. Fýsilegt að hætta Þetta er þó ekki eina skýringin, enda eru félagslegar og efnahagslegar aðstæður barna á Íslandi heilt yfir mun betri en í löndum austur Evrópu, svo sem Rúmeníu eða Búlgaríu. Vinnumarkaðurinn á sinn þátt í háu brottfalli á Íslandi. „Á Íslandi er fýsilegur kostur fyrir þá sem eiga í erfiðleikum í námi að hætta í námi og fara að vinna,“ segir Kolbeinn. „Sunnar í álfunni er meira atvinnuleysi, sérstaklega hjá ungu fólki. Þar er ekki fýsilegt að hætta í námi þó námserfiðleikar séu til staðar.“ Samkvæmt rannsókn Kolbeins og Helga höfðu þriðjungur Íslendinga á aldrinum 20 til 24 ára aðeins lokið grunnskólaprófi. Aðeins í Tyrklandi var hlutfallið hærra en meðaltal Evrópu var rúmlega 16 prósent. Bóknám í iðnnámi fyrirstaða Kolbeinn segir að rannsókn þeirra hafi ekki bent til þess að bóknámið í framhaldsskólum væri vandamálið. Brottfall úr iðnnámi mældist hærra. Veltir hann því fyrir sér hvers vegna grunnskólarnir séu ekki að undirbúa börn nógu vel fyrir slíkt nám. Því að þar er líka þung bóknámsáhersla. „Það er umtalsverð bóknámsáhersla í iðnnámi hjá okkur. Ef þú ert með krakka sem blómstrar ekki í bóknámi en vill læra iðnnám þá þarf hann samt að taka ákveðna áfanga í íslensku og fleiru sem hefur ekki beint að gera með fagið,“ segir Kolbeinn. „Þetta getur verið þröskuldur sem stoppar þig af.“ Skóli og vinnumarkaður fyrir konur Á Íslandi féllu 21,7 prósent drengja úr námi árið 2022. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu en í öðru sæti er Rúmenía með 16,2 prósent. Aðeins 10,8 prósent íslenskra stúlkna féll hins vegar úr námi sem er fimmta hæsta hlutfall álfunnar. Kynjamunurinn á Íslandi er því rúmlega 10 prósent en aðeins 3 í Evrópu. Aðeins í tveimur löndum mældist brottfall hærra hjá stúlkum en drengjum, í Grikklandi og Búlgaríu. Kolbeinn segir þetta vera alþjóðlega þróun sem geti átt sér ýmsar skýringar. Ein af þeim er að þróun vinnumarkaðarins og skóla sé á þann veg að hæfni sem af einhverjum ástæðum liggi frekar hjá stúlkum en drengjum sé hæfni sem komi fólki áfram. „Hluti af skýringunni gæti því verið að við séum komin með skólakerfi og vinnumarkað sem orðið er betra að vera kona í,“ segir Kolbeinn. Kyn kennara hefur verið nefnt sem skýring en Kolbeinn tekur ekki mikið mark á henni. Það geti þó verið að kynin þurfi ólíka nálgun í grunnskólamenntun. Segist hann hafa lesið rannsóknir sem sýni að nám geti hentað stúlkum betur taugafræðilega. Það er að þegar sex ára drengur mætir í fyrsta bekk sé hann ekki jafn hæfur til þess að nýta sér kennsluna og sex ára stúlka. Þetta eigi ekki aðeins við um grunnskólann. Í vaxandi mæli gangi stúlkum betur á öllum skólastigum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Lektor á menntavísindasviði HÍ segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. 6. febrúar 2019 23:30 Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. 30. apríl 2020 19:33 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
16,5 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 24 flosnuðu upp úr námi á árinu 2022. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Þetta er hæsta hlutfall í Evrópu þar sem meðaltalið er 9,6 prósent. Til lengri tíma litið hefur hlutfallið lækkað því að á árunum fyrri covid var brottfall um og yfir 20 prósent á Íslandi. Í faraldrinum fór það þó undir 15 prósent. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að taka verði nýlegum tölum með fyrirvara. Í faraldrinum hafi verið lítil tækifæri fyrir ungt fólk utan skóla. Hvort að þessir krakkar sem klári betur nám verði að koma í ljós á næstu árum. Vandinn byrjar í grunnskóla Háar brottfallstölur á Íslandi eru ekki nýtt vandamál og árið 2022 birtu Kolbeinn og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur, viðamikla skýrslu um málið. Það er um félagslega og efnahagslega stöðu og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum. „Við höfum einblínt of mikið á að brottfall úr framhaldsskólum sé vandamál framhaldsskólanna sem þurfi að leysa á framhaldsskólastiginu. En vandamálið byrjar miklu miklu fyrr,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi sé bæði mjög há upptaka í framhaldsskóla og hátt brottfall. Kolbeinn segir að félagslegar og efnahagslegar aðstæður hafi áhrif á námsárangur barna í grunnskólum og þar af leiðandi uppbyggingu námsgetu. Mörg börn lendi á vegg í framhaldsskóla því þau voru ekki nægilega vel undirbúin eftir grunnskólann. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson hefur rannsakað brottfall og segir að vandinn byrji strax í fyrsta bekk grunnskóla.Vísir/Baldur Vandi barns getur byrjað strax í fyrsta bekk grunnskóla en bestu vísbendingarnar sem hægt sé að fá varðandi brotthvarf úr skóla, seinna á námsferlinum, séu einkunnir úr tíunda bekk. Fýsilegt að hætta Þetta er þó ekki eina skýringin, enda eru félagslegar og efnahagslegar aðstæður barna á Íslandi heilt yfir mun betri en í löndum austur Evrópu, svo sem Rúmeníu eða Búlgaríu. Vinnumarkaðurinn á sinn þátt í háu brottfalli á Íslandi. „Á Íslandi er fýsilegur kostur fyrir þá sem eiga í erfiðleikum í námi að hætta í námi og fara að vinna,“ segir Kolbeinn. „Sunnar í álfunni er meira atvinnuleysi, sérstaklega hjá ungu fólki. Þar er ekki fýsilegt að hætta í námi þó námserfiðleikar séu til staðar.“ Samkvæmt rannsókn Kolbeins og Helga höfðu þriðjungur Íslendinga á aldrinum 20 til 24 ára aðeins lokið grunnskólaprófi. Aðeins í Tyrklandi var hlutfallið hærra en meðaltal Evrópu var rúmlega 16 prósent. Bóknám í iðnnámi fyrirstaða Kolbeinn segir að rannsókn þeirra hafi ekki bent til þess að bóknámið í framhaldsskólum væri vandamálið. Brottfall úr iðnnámi mældist hærra. Veltir hann því fyrir sér hvers vegna grunnskólarnir séu ekki að undirbúa börn nógu vel fyrir slíkt nám. Því að þar er líka þung bóknámsáhersla. „Það er umtalsverð bóknámsáhersla í iðnnámi hjá okkur. Ef þú ert með krakka sem blómstrar ekki í bóknámi en vill læra iðnnám þá þarf hann samt að taka ákveðna áfanga í íslensku og fleiru sem hefur ekki beint að gera með fagið,“ segir Kolbeinn. „Þetta getur verið þröskuldur sem stoppar þig af.“ Skóli og vinnumarkaður fyrir konur Á Íslandi féllu 21,7 prósent drengja úr námi árið 2022. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu en í öðru sæti er Rúmenía með 16,2 prósent. Aðeins 10,8 prósent íslenskra stúlkna féll hins vegar úr námi sem er fimmta hæsta hlutfall álfunnar. Kynjamunurinn á Íslandi er því rúmlega 10 prósent en aðeins 3 í Evrópu. Aðeins í tveimur löndum mældist brottfall hærra hjá stúlkum en drengjum, í Grikklandi og Búlgaríu. Kolbeinn segir þetta vera alþjóðlega þróun sem geti átt sér ýmsar skýringar. Ein af þeim er að þróun vinnumarkaðarins og skóla sé á þann veg að hæfni sem af einhverjum ástæðum liggi frekar hjá stúlkum en drengjum sé hæfni sem komi fólki áfram. „Hluti af skýringunni gæti því verið að við séum komin með skólakerfi og vinnumarkað sem orðið er betra að vera kona í,“ segir Kolbeinn. Kyn kennara hefur verið nefnt sem skýring en Kolbeinn tekur ekki mikið mark á henni. Það geti þó verið að kynin þurfi ólíka nálgun í grunnskólamenntun. Segist hann hafa lesið rannsóknir sem sýni að nám geti hentað stúlkum betur taugafræðilega. Það er að þegar sex ára drengur mætir í fyrsta bekk sé hann ekki jafn hæfur til þess að nýta sér kennsluna og sex ára stúlka. Þetta eigi ekki aðeins við um grunnskólann. Í vaxandi mæli gangi stúlkum betur á öllum skólastigum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Lektor á menntavísindasviði HÍ segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. 6. febrúar 2019 23:30 Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. 30. apríl 2020 19:33 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu Lektor á menntavísindasviði HÍ segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist. 6. febrúar 2019 23:30
Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. 30. apríl 2020 19:33