Aðstoðar lögreglu var einnig óskað vegna ölvaðra einstaklinga; annar neitaði að yfirgefa veitingastað sem var að loka og hinn verslun. Þá bárust tvær tilkynningar um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 og ein um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 112.
Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað á hótelherbergi í miðborginni. Einn var handtekinn í tengslum við málið og situr nú í fangageymslu vegna rannsóknar.