Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 10:34 Tveir þriðju ungmenna í Bandaríkjunum segjast nota samfélagsmiðla daglega og einn þriðji segir notkunina stanslausa. Getty Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins. Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins.
Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira