Segir atlöguna hafa tekið lengri tíma en haldið hefur verið fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2023 17:31 Sveinn Guðmundsson, verjandi Shpetims (t.v.), og Geir Gestsson, verjandi Murats (t.h.). Sveinn hélt því fram í málflutningi sínum í dag að atlagan í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti 13. febrúar 2021 hafi tekið lengri tíma en áður hefur verið haldið fram. Vísir/Vilhelm Verjandi Shpetims Qerimi, eins sakborninganna í Rauðagerðismálinu svokallaða, segir Armando Beqirai hafa verið myrtan nokkrum mínútum fyrr en haldið hefur verið fram hingað til. Atburðarrásin hafi þá ekki tekið innan við mínútu heldur þrefalt lengri tíma. Þetta sagði Sveinn Guðmundsson, verjandi Shpetims, í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Dagurinn hófst á málflutningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Björgvins Jónssonar réttargæslumanns fjölskyldunnar. Lesa má um málflutning þeirra í fréttinni hér að neðan. Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada eru hvert um sig ákærð fyrir samverknað. Murat var ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa leiðbeint henni að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bifreiðarnar hreyfðust. Claudia var ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Shpetim var ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau eru öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið virkan þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Atburðarrásin hafi tekið mun lengri tíma Sveinn Guðmundsson, var síðastur verjenda til að flytja mál sitt í dag. Hóf hann mál sitt á að segja að niðurstöður Landsréttar hafi byggt á atriðum sem beinlínis eru röng. Til dæmis hafi verið haft vitlaust eftir honum í dómi Landsréttar. Þá sé enginn sönnun fyrir því að Shpetim hafi tekið þátt í umræðum um að myrða ætti Armando. Sveinn nefndi svo að í vitnisburði Angjelins og Shpetims komi ekkert fram sem sýni fram á að Shpetim hafi vitað að Angjelin ætlaði að hitta Armando í Rauðagerði þetta kvöld. Shpetim sagði Angjelin ætla að hitta félaga sin og leiddi Sveinn að því líkum að Shpetim hafi þannig ekki vitað að til stæði að hitta Armando. Sveinn hélt því þá fram að morðið hafi ekki átt sér stað á þeim tíma sem ákæruvaldið hefur greint frá. Vildi hann meina að morðið hafi verið framið nokkrum mínútum fyrr og þrjár mínútur hafi liðið frá því að Armando steig út úr bílskúrnum þar til Angjelin yfirgaf vettvang, frekar en 57 sekúndur eins og ákæruvaldið heldur fram. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku frá öryggismyndavél við FÍH, sem er beint á móti heimili Armandos. Fréttastofa fjallaði ítarlega um myndbandið þegar það var sýnt í héraðsdómi á sínum tíma. Sveinn benti þá á að Shpetim hafi ekki verið að hylja spor sín á leiðinni norður. Hann hafi notað farsíma sinn, greitt fyrir bensín með greiðslukorti og svo framvegis. Hann hafi farið norður vegna þess að Angjelin hafði fyrr um daginn boðið honum í snjósleðaferð. Þegar norður var komið hafi komið í ljós að lyklarnir að snjósleðanum hafi verið fyrir sunnan og þess vegna farið í flýti til Reykjavíkur. Var stöðugt með byssuna á sér Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj, flutti fyrstur verjenda mál sitt og gagnrýndi dóm Landsréttar. Þá nefndi Oddgeir það að Angjelin hafi stöðugt haft byssu sína, sem hann beitti gegn Armando, á sér. Hann hafi geymt hana í handtösku, sem hann var alltaf með um sig, og sýnt byssuna ítrekað. Til dæmis hafi hann sýnt hana í partýi um mánuði fyrir morðið og lögregla haft vitneskju um það. Þetta bendi til, að mati Oddgeirs, að Angjelin hafi borið byssuna í von um að hún hefði fælingarmátt frekar en annað. Vísað í umdeildan dóm Það hefur verið lagt í skaut Hæstaréttar að skera úr um hvort Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Carvalho hafi verið samverkamenn eða hlutdeildarmenn. Öll þrjú eru ákærð fyrir samverknað. Oddgeir vísaði í þessu samhengi til Heiðmerkurmálsins svokallaða frá árinu 1997, þar sem skera þurfti úr um hver hefði banað manni. Tveir menn, tvíburar, höfðu gengið í skrokk á öðrum með þeim afleiðingum að hann lést og fyrir lá hvor þeirra hafði veitt banahöggið. Hinn tvíburinn var því sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild, en ekki samverknað, þar sem sannað var hver hafði banað manninum. Dómurinn er mjög umdeildur meðal lögspekinga. Karl Georg Sigurbjörnsson verjandi Claudiu (t.v.) og Oddgeir Einarsson verjandi Angjelins (t.h.) Vísir/Vilhelm Þá ítrekaði Oddgeir þá frásögn að Angjelin hafi verið hræddur og í uppnámi í garð Armandos og vina hans vegna hótana. Armando hafi hótað honum, syni hans og fjölskyldu líkamsmeiðingum og lífláti. Vísaði Oddgeir til þeirra orða Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á blaðannafundi lögreglunnar vegna þessa máls vorið 2021 að lögregla teldi hinn látna tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þannig hafi Angjelin, að sögn Oddgeirs, haft fulla ástæðu til að hræðast Armando. Oddgeir óskaði eftir að fá meira greitt fyrir vinnu við málið fyrir Landsréttur. Sagðist hann hafa unnið 287 klukkustundir vegna málsins fyrir því dómstigi en hann fékk fimmtán milljónir greiddar fyrir vinnu sína í héraði. Hann var spurður að því af dómara hvers vegna hann hefði þurft að verja jafn mörgum klukkustundum í málið og hann hefur rukkað fyrir í máli, sem játning lægi fyrir í. Oddgeir svaraði því að skoða hafi þurft hótanir sem bárust Angjelin, skoða rannsóknaraðgerðir, sönnunaröflun og fleira. Claudia hafi verið hrædd við Angjelin Claudia Carvalho er ákærð fyrir samverknað með því að hafa fylgst með bifreið í eigu Armandos, sem hann ók að Rauðarárstíg til að heimsækja vin sinn, og senda skilaboð þegar bifreiðinni var ekið þaðan burt. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi hennar, dró úr sambandi þeirra Angjelins í málflutningi sínum. Claudia hefur verið nefnd kærasta hans en Karl Georg segir samband þeirra hafa verið lausara – hún hafi verið vinkona og ástkona hans. Claudia hafi þar að auki ekki setið „fundi“ þar sem deilur Armandos og Angjelins voru ræddar. Fram hafi komið í skýrslutöku hjá lögreglu að hún væri hrædd við Angjelin. Hún hafi ekki sagt satt og rétt frá til að byrja með, eins og eigi til að gerast, en síðasti framburður hennar hjá lögreglu hafi verið réttur. Annars flokks í hópnum Þá dró Karl verulega í efa að Claudia hafi vitað af því hvaða tilgangi eftirlit hennar gegndi í atburðarásinni. Þá hafi Claudia vitað af því að Angjelin og fjölskyldu hans hafi verið hótað en hún hafi ekki vitað að Armando hafi verið sá sem hafi hótað honum. Karl sagði Claudiu hafa verið háða Angjelin og félögum hans. Hún hafi verið annars flokks í hópnum, einungis verið nýtt af þeim en ekki eiginlegur hluti af hópnum. Þannig hafi hún verið í þeirri stöðu að geta ekki spurt spurninga um það hvers vegna hún ætti að fylgjast með bílnum. Claudia mætti ein sakborninga í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Benti Karl einnig á að Shpetim og Angjelin hafi verið komnir í Rauðagerði þegar hún sendi skilaboðin „hi sexy“ til að láta vita af því að Armando væri lagður af stað frá Rauðarárstíg. Hennar hlutur hafi þannig ekki haft nein áhrif á niðurstöðuna. Sagði Karl að ef hún hefði verið tekin út úr myndinni hefði farið eins fyrir Armando. Tók ekki þátt í „fundi“ kvöldið áður Geir Gestsson, verjandi Murats, tók næstur til máls og gagnrýndi enn á ný ákæruvaldið fyrir ákæruna á hendur Murat. Sagði hann ósannað að Murat hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að fylgjast með bílum Armando. Geir sagði ýmislegt benda til þess að Claudia hafi reynt að draga úr hlut Angjelins í málinu til að byrja með og því bent á Murat. Í lokaframburði hennar hjá lögreglu hafi hún dregið í land og sagt Angjelin hafa sýnt sér bifreiðarnar. Þetta hafi Angjelin staðfest í skýrslutöku hjá lögreglu. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hóf daginn.Vísir/Vilhelm „Armando sagðist hafa „komið Claudiu fyrir í portinu til að fylgjast með bílunum um það leyti sem hann vissi að vakt Armando lyki,“ sagði Geir og bætti við að Armando hafi sömuleiðis viðurkennt að hafa beðið Claudiu að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíll Armando hreyfðist. Benti Geir á að þegar Claudia og Angjelin sögðu þetta í skýrslutöku hjá lögreglu voru þau bæði í gæsluvarðhaldi og því ómögulegt fyrir það að samræma frásögn sína. Geir benti þá á að Murat hafi í Landsrétti raunverulega verið sýknaður af þessum ásökunum en verið dæmdur vegna ótrúverðugleika. Aukinheldur hafi Murat ekki fundað með Angjelin, Shpetim og Claudiu í Borgarnesi kvöldið áður. Hann hafi heldur ekki farið norður í land eins og hin ákærðu í kjölfar morðsins. Gagnrýnir enn rannsóknarskýrslu lögreglu Geir nefndi þá að tæpum klukkutíma áður en morðið var framið var Murat stöðvaður af lögreglu í Brautarholti vegna afturljóss sem vantaði á bíl hans. Lögregla spurði hann að því á hvaða ferð Murat væri og hann svaraði því að hann væri á leið til Angjelins, vinar síns. Geir spurði dóminn hvort hann teldi virkilega að Murat hefði viðurkennt það ef hann hefði gert samkomulag við Angjelin að verða Armando að bana. „Þetta er sögulega lélegur glæpamaður ef þetta er staðan,“ sagði Geir, sem eru svipuð orð og hann lét falla í Landsrétti. Geir fór yfir skýrslu lögreglu í lok máls síns. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á skýrsluna og benti hann einnig á gagnrýni héraðsdómara á skýrsluna. Málið sé umfangsmikið en í skýrslunni komi samt fram hugleiðingar lögreglu um hvaða refsiákvæði eigi að styðjast við, hugleiðingar um sekt ákærðu og hugleiðingar um hvað felist í samverknaði. Geir segir Landsrétt hafa virt þetta að vettugi og kallaði eftir að Hæstiréttur gagnrýndi skýrsluna. Geir tók undir með Oddgeiri að þurfa að fara fram á enn hærri sakarkostnað vegna málflutnings fyrir Landsrétti en hann fékk. Hann segir vinnuna við málið hafa verið gríðarlega og hann hafi fengið aðstoð tveggja kollega sinna við málið. Búast má við að dómur Hæstaréttar verði kveðinn upp innan fjögurra vikna, sérstaklega í ljósi þess að Shpetim, Claudia og Murat sitja í gæsluvarðhaldi til júníloka. Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16 Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3. mars 2023 21:01 Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta sagði Sveinn Guðmundsson, verjandi Shpetims, í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Dagurinn hófst á málflutningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Björgvins Jónssonar réttargæslumanns fjölskyldunnar. Lesa má um málflutning þeirra í fréttinni hér að neðan. Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada eru hvert um sig ákærð fyrir samverknað. Murat var ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa leiðbeint henni að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bifreiðarnar hreyfðust. Claudia var ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Shpetim var ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau eru öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið virkan þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Atburðarrásin hafi tekið mun lengri tíma Sveinn Guðmundsson, var síðastur verjenda til að flytja mál sitt í dag. Hóf hann mál sitt á að segja að niðurstöður Landsréttar hafi byggt á atriðum sem beinlínis eru röng. Til dæmis hafi verið haft vitlaust eftir honum í dómi Landsréttar. Þá sé enginn sönnun fyrir því að Shpetim hafi tekið þátt í umræðum um að myrða ætti Armando. Sveinn nefndi svo að í vitnisburði Angjelins og Shpetims komi ekkert fram sem sýni fram á að Shpetim hafi vitað að Angjelin ætlaði að hitta Armando í Rauðagerði þetta kvöld. Shpetim sagði Angjelin ætla að hitta félaga sin og leiddi Sveinn að því líkum að Shpetim hafi þannig ekki vitað að til stæði að hitta Armando. Sveinn hélt því þá fram að morðið hafi ekki átt sér stað á þeim tíma sem ákæruvaldið hefur greint frá. Vildi hann meina að morðið hafi verið framið nokkrum mínútum fyrr og þrjár mínútur hafi liðið frá því að Armando steig út úr bílskúrnum þar til Angjelin yfirgaf vettvang, frekar en 57 sekúndur eins og ákæruvaldið heldur fram. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku frá öryggismyndavél við FÍH, sem er beint á móti heimili Armandos. Fréttastofa fjallaði ítarlega um myndbandið þegar það var sýnt í héraðsdómi á sínum tíma. Sveinn benti þá á að Shpetim hafi ekki verið að hylja spor sín á leiðinni norður. Hann hafi notað farsíma sinn, greitt fyrir bensín með greiðslukorti og svo framvegis. Hann hafi farið norður vegna þess að Angjelin hafði fyrr um daginn boðið honum í snjósleðaferð. Þegar norður var komið hafi komið í ljós að lyklarnir að snjósleðanum hafi verið fyrir sunnan og þess vegna farið í flýti til Reykjavíkur. Var stöðugt með byssuna á sér Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj, flutti fyrstur verjenda mál sitt og gagnrýndi dóm Landsréttar. Þá nefndi Oddgeir það að Angjelin hafi stöðugt haft byssu sína, sem hann beitti gegn Armando, á sér. Hann hafi geymt hana í handtösku, sem hann var alltaf með um sig, og sýnt byssuna ítrekað. Til dæmis hafi hann sýnt hana í partýi um mánuði fyrir morðið og lögregla haft vitneskju um það. Þetta bendi til, að mati Oddgeirs, að Angjelin hafi borið byssuna í von um að hún hefði fælingarmátt frekar en annað. Vísað í umdeildan dóm Það hefur verið lagt í skaut Hæstaréttar að skera úr um hvort Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Carvalho hafi verið samverkamenn eða hlutdeildarmenn. Öll þrjú eru ákærð fyrir samverknað. Oddgeir vísaði í þessu samhengi til Heiðmerkurmálsins svokallaða frá árinu 1997, þar sem skera þurfti úr um hver hefði banað manni. Tveir menn, tvíburar, höfðu gengið í skrokk á öðrum með þeim afleiðingum að hann lést og fyrir lá hvor þeirra hafði veitt banahöggið. Hinn tvíburinn var því sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild, en ekki samverknað, þar sem sannað var hver hafði banað manninum. Dómurinn er mjög umdeildur meðal lögspekinga. Karl Georg Sigurbjörnsson verjandi Claudiu (t.v.) og Oddgeir Einarsson verjandi Angjelins (t.h.) Vísir/Vilhelm Þá ítrekaði Oddgeir þá frásögn að Angjelin hafi verið hræddur og í uppnámi í garð Armandos og vina hans vegna hótana. Armando hafi hótað honum, syni hans og fjölskyldu líkamsmeiðingum og lífláti. Vísaði Oddgeir til þeirra orða Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á blaðannafundi lögreglunnar vegna þessa máls vorið 2021 að lögregla teldi hinn látna tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þannig hafi Angjelin, að sögn Oddgeirs, haft fulla ástæðu til að hræðast Armando. Oddgeir óskaði eftir að fá meira greitt fyrir vinnu við málið fyrir Landsréttur. Sagðist hann hafa unnið 287 klukkustundir vegna málsins fyrir því dómstigi en hann fékk fimmtán milljónir greiddar fyrir vinnu sína í héraði. Hann var spurður að því af dómara hvers vegna hann hefði þurft að verja jafn mörgum klukkustundum í málið og hann hefur rukkað fyrir í máli, sem játning lægi fyrir í. Oddgeir svaraði því að skoða hafi þurft hótanir sem bárust Angjelin, skoða rannsóknaraðgerðir, sönnunaröflun og fleira. Claudia hafi verið hrædd við Angjelin Claudia Carvalho er ákærð fyrir samverknað með því að hafa fylgst með bifreið í eigu Armandos, sem hann ók að Rauðarárstíg til að heimsækja vin sinn, og senda skilaboð þegar bifreiðinni var ekið þaðan burt. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi hennar, dró úr sambandi þeirra Angjelins í málflutningi sínum. Claudia hefur verið nefnd kærasta hans en Karl Georg segir samband þeirra hafa verið lausara – hún hafi verið vinkona og ástkona hans. Claudia hafi þar að auki ekki setið „fundi“ þar sem deilur Armandos og Angjelins voru ræddar. Fram hafi komið í skýrslutöku hjá lögreglu að hún væri hrædd við Angjelin. Hún hafi ekki sagt satt og rétt frá til að byrja með, eins og eigi til að gerast, en síðasti framburður hennar hjá lögreglu hafi verið réttur. Annars flokks í hópnum Þá dró Karl verulega í efa að Claudia hafi vitað af því hvaða tilgangi eftirlit hennar gegndi í atburðarásinni. Þá hafi Claudia vitað af því að Angjelin og fjölskyldu hans hafi verið hótað en hún hafi ekki vitað að Armando hafi verið sá sem hafi hótað honum. Karl sagði Claudiu hafa verið háða Angjelin og félögum hans. Hún hafi verið annars flokks í hópnum, einungis verið nýtt af þeim en ekki eiginlegur hluti af hópnum. Þannig hafi hún verið í þeirri stöðu að geta ekki spurt spurninga um það hvers vegna hún ætti að fylgjast með bílnum. Claudia mætti ein sakborninga í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Benti Karl einnig á að Shpetim og Angjelin hafi verið komnir í Rauðagerði þegar hún sendi skilaboðin „hi sexy“ til að láta vita af því að Armando væri lagður af stað frá Rauðarárstíg. Hennar hlutur hafi þannig ekki haft nein áhrif á niðurstöðuna. Sagði Karl að ef hún hefði verið tekin út úr myndinni hefði farið eins fyrir Armando. Tók ekki þátt í „fundi“ kvöldið áður Geir Gestsson, verjandi Murats, tók næstur til máls og gagnrýndi enn á ný ákæruvaldið fyrir ákæruna á hendur Murat. Sagði hann ósannað að Murat hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að fylgjast með bílum Armando. Geir sagði ýmislegt benda til þess að Claudia hafi reynt að draga úr hlut Angjelins í málinu til að byrja með og því bent á Murat. Í lokaframburði hennar hjá lögreglu hafi hún dregið í land og sagt Angjelin hafa sýnt sér bifreiðarnar. Þetta hafi Angjelin staðfest í skýrslutöku hjá lögreglu. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hóf daginn.Vísir/Vilhelm „Armando sagðist hafa „komið Claudiu fyrir í portinu til að fylgjast með bílunum um það leyti sem hann vissi að vakt Armando lyki,“ sagði Geir og bætti við að Armando hafi sömuleiðis viðurkennt að hafa beðið Claudiu að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíll Armando hreyfðist. Benti Geir á að þegar Claudia og Angjelin sögðu þetta í skýrslutöku hjá lögreglu voru þau bæði í gæsluvarðhaldi og því ómögulegt fyrir það að samræma frásögn sína. Geir benti þá á að Murat hafi í Landsrétti raunverulega verið sýknaður af þessum ásökunum en verið dæmdur vegna ótrúverðugleika. Aukinheldur hafi Murat ekki fundað með Angjelin, Shpetim og Claudiu í Borgarnesi kvöldið áður. Hann hafi heldur ekki farið norður í land eins og hin ákærðu í kjölfar morðsins. Gagnrýnir enn rannsóknarskýrslu lögreglu Geir nefndi þá að tæpum klukkutíma áður en morðið var framið var Murat stöðvaður af lögreglu í Brautarholti vegna afturljóss sem vantaði á bíl hans. Lögregla spurði hann að því á hvaða ferð Murat væri og hann svaraði því að hann væri á leið til Angjelins, vinar síns. Geir spurði dóminn hvort hann teldi virkilega að Murat hefði viðurkennt það ef hann hefði gert samkomulag við Angjelin að verða Armando að bana. „Þetta er sögulega lélegur glæpamaður ef þetta er staðan,“ sagði Geir, sem eru svipuð orð og hann lét falla í Landsrétti. Geir fór yfir skýrslu lögreglu í lok máls síns. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á skýrsluna og benti hann einnig á gagnrýni héraðsdómara á skýrsluna. Málið sé umfangsmikið en í skýrslunni komi samt fram hugleiðingar lögreglu um hvaða refsiákvæði eigi að styðjast við, hugleiðingar um sekt ákærðu og hugleiðingar um hvað felist í samverknaði. Geir segir Landsrétt hafa virt þetta að vettugi og kallaði eftir að Hæstiréttur gagnrýndi skýrsluna. Geir tók undir með Oddgeiri að þurfa að fara fram á enn hærri sakarkostnað vegna málflutnings fyrir Landsrétti en hann fékk. Hann segir vinnuna við málið hafa verið gríðarlega og hann hafi fengið aðstoð tveggja kollega sinna við málið. Búast má við að dómur Hæstaréttar verði kveðinn upp innan fjögurra vikna, sérstaklega í ljósi þess að Shpetim, Claudia og Murat sitja í gæsluvarðhaldi til júníloka.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16 Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3. mars 2023 21:01 Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16
Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. 3. mars 2023 21:01
Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01