Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 18:39 Tina Turner er látin, 83 ára að aldri. Getty/Christian Charisius Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Í yfirlýsingunni segir að Turner, drottning rokksins, hafi látist í dag eftir langa veikindabaráttu. Ekki kemur fram hvers konar veikindi um var að ræða. Hún lést á heimili sínu í Küsnacht, í nágrenni við Zurich, í Sviss. „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn og fyrirmynd með andláti hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Turner var ein ástsælasta söngkona allra tíma og er með fjölmarga slagara á ferilskránni. Má þar helst nefna lög eins og What's Love Got to Do with It og The Best. Hér fyrir neðan má sjá Turner flytja síðarnefnt lag á tónleikum sem haldnir voru í Amsterdam árið 2009. Bullock varð Turner Turner fæddist þann 26. nóvember árið 1939 í borginni Brownsville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Hún hét réttu nafni Anna Mae Bullock en tók upp sviðsnafnið Tina Turner þegar hún hóf feril sinn á sjötta áratug síðustu aldar. Það var árið 1957 sem söngkonan fékk loksins að stíga á svið með Ike Turner og hljómsveit hans eftir að hafa reynt að sannfæra hann um það í nokkurn tíma. Sterk rödd hennar sló Turner út af laginu og spurði hann hana í kjölfarið hvort hún kynni fleiri lög. Eftir þetta fór söngkonan að koma fram með hljómsveit Ike Turner um helgar. Fljótlega flutti hún inn til Turner og urðu þau góðir vinir. Síðar áttu þau eftir að verða aðeins meira en bara vinir og varð söngkonan ólétt af þeirra fyrsta barni saman árið 1960. Nafnið Tina Turner fékk að líta dagsins ljós í júlí árið 1960 þegar hún og Ike gáfu út smáskífuna A Fool In Love var gefin út. Lagið náði sæti númer tuttugu og sjö á Billboard listanum. Önnur smáskífa með laginu It's Gonna Work Out Fine kom út ári síðar og skilaði það lag þeim tilnefningu til Grammy-verðlaunanna. Tvær plötur og Grammy-tilnefning Nokkrum árum síðar var ferill parsins farinn á fulla ferð. Þau gáfu hvert lagið út á fætur öðru og náðu þau flestöll nokkuð góðum árangri. Í nóvember árið 1967 var frægðarsól Tinu farin að skína svo skært að hún var fengin til að prýða forsíðu Rolling Stone tímaritsins. Var hún fyrsti kvenkyns listamaðurinn og sú fyrsta sem var dökk á hörund til að gera það. Ike og Tina gáfu út plötuna Outta Season árið 1969 og síðar á sama ári aðra plötu, The Hunter. Tina fékk Grammy-tilnefningu fyrir söng sinn á titillagi seinni plötunnar. Þær vöktu þó báðar mikla lukku og leiddi til þess að Ike og Tina voru farin að fylla tónleika í Las Vegas. Tónleikarnir voru sóttir af ýmsum stórstjörnum þessa tíma. Má þar nefna David Bowie, Janis Joplin, James Brown, Elton John, Ray Charles og Elvis Presley. Yfirgaf Ike með ekkert á sér Það er óhætt að segja að það hafi farið að halla undan fæti hjá parinu þegar líða fór á áttunda áratuginn. Þá var Ike orðinn virkilega háður kókaíni og það olli miklum titringi í sambandinu. Þann 1. júlí árið 1976 flaug parið til Dallas þar sem þau áttu að spila saman á Hilton hóteli þar í bæ. Á leiðinni á hótelið lentu þau í áflogum sem urðu til þess að Tina yfirgaf Ike þegar á hótelið var komið Hún flúði frá honum yfir á annað hótel. Hún sótti um skilnað stuttu síðar. Tina hefur síðan þá opnað sig um gífurlegt andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns. Hún segir ofbeldið hafa staðið yfir árum saman. „Ég greip bara tækifærið,“ sagði hún í The Jonathan Ross Show fyrir nokkrum árum síðan. „Ég yfirgaf bara hótelið, fór út um eldhúsið og niður á hraðbrautina.“ Turner sagðist aldrei hafa litið til baka, hún var einfaldlega komin með nóg. „Þetta var stanslaust ofbeldi, aðrir hlutir í gangi, engin stjórn, ekkert frelsi, það var bara það sama og ofbeldið. Þú færð bara nóg og þú segir: Lífið er ekki þess virði til að lifa ef ég ætla að vera áfram í þessum aðstæðum.“ Aftur á toppinn Eftir þetta tók smá tíma fyrir Turner að ná ferlinum aftur á strik. Það var svo árið 1983 sem ferillinn fór aftur á flug. Þá gaf hún út sína útgáfu af laginu Let's Stay Together og komst hátt á fjölmörgum topplistum með því. Árangur lagsins varð til þess að Turner fékk að gera breiðskífuna Private Dancer sem kom út í maí árið 1984. Platan náði þriðja sæti á Billboard listanum í Bandaríkjunum, öðru sæti í Bretlandi og seldist í tíu milljón eintökum á heimsvísu. Annað lag plötunnar átti eftir að verða lang vinsælasta lag plötunnar og eitt af vinsælustu lögum söngkonunnar. Um er að ræða lagið What's Love Got to Do with It en það var gefið út á smáskífu í sama mánuði og platan. Seldist smáskífan í rúmlega tveimur milljónum eintaka á heimsvísu. Vinsældirnar urðu svo bara meiri með árunum. Svo miklar urðu þær að árið 1993 kom út kvikmyndin What's Love Got Got to Do with It sem var byggð á ævi söngkonunnar. Stórleikkonan Angela Bassett fór með hlutverk Tinu í myndinni. Árið 1995 var Tina svo fengin til að semja samnefnt lag fyrir James Bond myndina GoldenEye. Heiðursverðlaun, tónleikaröð og söngleikur Síðan þá hefur Tina verið álitin, eins og talsmaður hennar segir, goðsögn. Hún var heiðruð á Kennedy Center Honors samkomunni í lok ársins 2005. Beyoncé söng lagið Proud Mary söngkonunni til heiðurs á samkomunni. Þremur árum síðar kom Tina svo fram á Grammy verðlaunahátíðinni, einmitt ásamt Beyoncé. Þá tók Tina heim með sér verðlaun það árið. Árið 2008 fór hún af stað með tónleikaröð í tilefni þess að ferill hennar var orðinn fimmtíu ára. Tónleikaröðin var gífurlega vinsæl, raunar ein sú vinsælasta í sögunni. Ári síðar gaf Tina það út að hún væri hætt að koma fram opinberlega. Í desember árið 2016 tilkynnti Tina að hún væri búin að vinna í söngleik um lífið sitt. Söngleikurinn var frumsýndur í apríl árið 2018 og á sama ári fékk hún heiðursverðlaun á Grammy verðlaunahátíðinni. Árið 2020 gaf Tina út endurhljóðblöndu (e. remix) af laginu What's Love Got to Do with It í samvinnu við norska tónlistarmanninn Kygo. Með þeirri útgáfu varð hún sú fyrsta í sögunni til að ná lagi í efstu fjörutíu sæti topplistans í Bretlandi í sjö áratugi í röð. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Tónlist Bandaríkin Sviss Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að Turner, drottning rokksins, hafi látist í dag eftir langa veikindabaráttu. Ekki kemur fram hvers konar veikindi um var að ræða. Hún lést á heimili sínu í Küsnacht, í nágrenni við Zurich, í Sviss. „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn og fyrirmynd með andláti hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Turner var ein ástsælasta söngkona allra tíma og er með fjölmarga slagara á ferilskránni. Má þar helst nefna lög eins og What's Love Got to Do with It og The Best. Hér fyrir neðan má sjá Turner flytja síðarnefnt lag á tónleikum sem haldnir voru í Amsterdam árið 2009. Bullock varð Turner Turner fæddist þann 26. nóvember árið 1939 í borginni Brownsville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Hún hét réttu nafni Anna Mae Bullock en tók upp sviðsnafnið Tina Turner þegar hún hóf feril sinn á sjötta áratug síðustu aldar. Það var árið 1957 sem söngkonan fékk loksins að stíga á svið með Ike Turner og hljómsveit hans eftir að hafa reynt að sannfæra hann um það í nokkurn tíma. Sterk rödd hennar sló Turner út af laginu og spurði hann hana í kjölfarið hvort hún kynni fleiri lög. Eftir þetta fór söngkonan að koma fram með hljómsveit Ike Turner um helgar. Fljótlega flutti hún inn til Turner og urðu þau góðir vinir. Síðar áttu þau eftir að verða aðeins meira en bara vinir og varð söngkonan ólétt af þeirra fyrsta barni saman árið 1960. Nafnið Tina Turner fékk að líta dagsins ljós í júlí árið 1960 þegar hún og Ike gáfu út smáskífuna A Fool In Love var gefin út. Lagið náði sæti númer tuttugu og sjö á Billboard listanum. Önnur smáskífa með laginu It's Gonna Work Out Fine kom út ári síðar og skilaði það lag þeim tilnefningu til Grammy-verðlaunanna. Tvær plötur og Grammy-tilnefning Nokkrum árum síðar var ferill parsins farinn á fulla ferð. Þau gáfu hvert lagið út á fætur öðru og náðu þau flestöll nokkuð góðum árangri. Í nóvember árið 1967 var frægðarsól Tinu farin að skína svo skært að hún var fengin til að prýða forsíðu Rolling Stone tímaritsins. Var hún fyrsti kvenkyns listamaðurinn og sú fyrsta sem var dökk á hörund til að gera það. Ike og Tina gáfu út plötuna Outta Season árið 1969 og síðar á sama ári aðra plötu, The Hunter. Tina fékk Grammy-tilnefningu fyrir söng sinn á titillagi seinni plötunnar. Þær vöktu þó báðar mikla lukku og leiddi til þess að Ike og Tina voru farin að fylla tónleika í Las Vegas. Tónleikarnir voru sóttir af ýmsum stórstjörnum þessa tíma. Má þar nefna David Bowie, Janis Joplin, James Brown, Elton John, Ray Charles og Elvis Presley. Yfirgaf Ike með ekkert á sér Það er óhætt að segja að það hafi farið að halla undan fæti hjá parinu þegar líða fór á áttunda áratuginn. Þá var Ike orðinn virkilega háður kókaíni og það olli miklum titringi í sambandinu. Þann 1. júlí árið 1976 flaug parið til Dallas þar sem þau áttu að spila saman á Hilton hóteli þar í bæ. Á leiðinni á hótelið lentu þau í áflogum sem urðu til þess að Tina yfirgaf Ike þegar á hótelið var komið Hún flúði frá honum yfir á annað hótel. Hún sótti um skilnað stuttu síðar. Tina hefur síðan þá opnað sig um gífurlegt andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns. Hún segir ofbeldið hafa staðið yfir árum saman. „Ég greip bara tækifærið,“ sagði hún í The Jonathan Ross Show fyrir nokkrum árum síðan. „Ég yfirgaf bara hótelið, fór út um eldhúsið og niður á hraðbrautina.“ Turner sagðist aldrei hafa litið til baka, hún var einfaldlega komin með nóg. „Þetta var stanslaust ofbeldi, aðrir hlutir í gangi, engin stjórn, ekkert frelsi, það var bara það sama og ofbeldið. Þú færð bara nóg og þú segir: Lífið er ekki þess virði til að lifa ef ég ætla að vera áfram í þessum aðstæðum.“ Aftur á toppinn Eftir þetta tók smá tíma fyrir Turner að ná ferlinum aftur á strik. Það var svo árið 1983 sem ferillinn fór aftur á flug. Þá gaf hún út sína útgáfu af laginu Let's Stay Together og komst hátt á fjölmörgum topplistum með því. Árangur lagsins varð til þess að Turner fékk að gera breiðskífuna Private Dancer sem kom út í maí árið 1984. Platan náði þriðja sæti á Billboard listanum í Bandaríkjunum, öðru sæti í Bretlandi og seldist í tíu milljón eintökum á heimsvísu. Annað lag plötunnar átti eftir að verða lang vinsælasta lag plötunnar og eitt af vinsælustu lögum söngkonunnar. Um er að ræða lagið What's Love Got to Do with It en það var gefið út á smáskífu í sama mánuði og platan. Seldist smáskífan í rúmlega tveimur milljónum eintaka á heimsvísu. Vinsældirnar urðu svo bara meiri með árunum. Svo miklar urðu þær að árið 1993 kom út kvikmyndin What's Love Got Got to Do with It sem var byggð á ævi söngkonunnar. Stórleikkonan Angela Bassett fór með hlutverk Tinu í myndinni. Árið 1995 var Tina svo fengin til að semja samnefnt lag fyrir James Bond myndina GoldenEye. Heiðursverðlaun, tónleikaröð og söngleikur Síðan þá hefur Tina verið álitin, eins og talsmaður hennar segir, goðsögn. Hún var heiðruð á Kennedy Center Honors samkomunni í lok ársins 2005. Beyoncé söng lagið Proud Mary söngkonunni til heiðurs á samkomunni. Þremur árum síðar kom Tina svo fram á Grammy verðlaunahátíðinni, einmitt ásamt Beyoncé. Þá tók Tina heim með sér verðlaun það árið. Árið 2008 fór hún af stað með tónleikaröð í tilefni þess að ferill hennar var orðinn fimmtíu ára. Tónleikaröðin var gífurlega vinsæl, raunar ein sú vinsælasta í sögunni. Ári síðar gaf Tina það út að hún væri hætt að koma fram opinberlega. Í desember árið 2016 tilkynnti Tina að hún væri búin að vinna í söngleik um lífið sitt. Söngleikurinn var frumsýndur í apríl árið 2018 og á sama ári fékk hún heiðursverðlaun á Grammy verðlaunahátíðinni. Árið 2020 gaf Tina út endurhljóðblöndu (e. remix) af laginu What's Love Got to Do with It í samvinnu við norska tónlistarmanninn Kygo. Með þeirri útgáfu varð hún sú fyrsta í sögunni til að ná lagi í efstu fjörutíu sæti topplistans í Bretlandi í sjö áratugi í röð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Tónlist Bandaríkin Sviss Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira