Valgeir algjörlega í öngum sínum og þjálfarinn vill VAR Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 07:31 Valgeir Lunddal Friðriksson reyndi sitt allra besta til að fá dómarann til að hætta við að dæma vítaspyrnu. Skjáskot/Discovery+ Valgeir Lunddal Friðriksson reyndist ákveðinn örlagavaldur, á slæman hátt, þegar lið hans Häcken varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Djurgården í Stokkhólmi, í mikilvægum slag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira