Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 19:31 Þorleifur Þorleifsson hlóp rúma 335 kílómetra um helgina. Vísir/Stöð 2 Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári. Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24
Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43