„Við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2023 13:01 Theodór Elmar Bjarnason hlakkar til að spila sinn fyrsta leik í sumar á grasinu í Vesturbænum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður fyrsti leikurinn minn í Frostaskjóli þannig að ég hlakka til,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, um leik kvöldsins við Stjörnuna í Bestu deild karla sem fram fer að Meistaravöllum klukkan 19:15. „Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira