Synd að eina náttúrugripasýningin verði í skötulíki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 14:00 Finnur harmar hvernig er komið fyrir stofnuninni. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, óttast að starfsemi eina náttúrugripasafnsins á höfuðborgarsvæðinu verði í skötulíki eftir að öllu starfsfólki var sagt upp. Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur. Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur.
Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24