Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 10:20 Mótmælendur mótmæla nýjustu löggjöf Úganda sem skerðir réttindi hinsegin fólks verulega í landinu. Getty/Anna Moneymaker Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu. Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Samkynja sambönd voru ólögleg í Úganda fyrir þessi nýju lög, líkt og í meira en þrjátíu Afríkulöndum, en með þeim skerðast réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, trans fólks og hinsegin fólks enn frekar. Þingkonan Anita Among greindi frá því á Twitter í morgun að Museveni væri búinn að samþykkja „the Anti-Homosexuality Act“ og staðfesti talsmaður Museveni fregnirnar síðan í opinberri tilkynningu. Úganda sem fær milljarða Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð gæti þurft að þola refsiaðgerðir vegna löggjafarinnar. Þegar Museveni skrifaði undir sambærileg lög árið 2014 svöruðu Vesturlönd með því að hætta fjárhagsaðstoð sinni, setja landinu takmarkanir í vegabréfsáritunum og skerða öryggissamvinnu. Bregðast líklega við með refsiaðgerðum Bandaríska ríkisstjórnin greindi frá því í síðasta mánuði að verið væri að meta hvaða afleiðingar þessi nýju lög gætu haft fyrir starfsemi Bandaríkjanna í Úganda, sérstaklega með tilliti til HIV/AIDS-prógramsins í landinu. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja hafa fordæmt nýju löggjöfina. Bandalag nokkurra fyrirtækja, sem innihalda meðal annars Google, hafa varað við því að löggjöfin muni setja fyrirtæki með starfsemi í Úganda í ómögulega stöðu og skaða efnahag landsins. Hinsegin fólk í Úganda er uggandi yfir lögunum og segjast aðgerðarsinnar ætla að láta reyna á lögin frammi fyrir dómi. Aðgerðarsinninn Clare Byarugaba agði að með lögunum væri verið að lögleiða ríkisstudda trans- og hómófóbíu.
Úganda Mannréttindi Hinsegin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira