Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2023 21:05 Eiríkur hefur mjög gaman að fara í góða túra á mótorhjólinu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum í starfi ekki bara náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði heldur ákvað hann líka að flytja með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins í 90 ára gömlu húsi rétt við Hellisgerði. „Hafnarfjörður er dásamlegur bær. Þetta er svona einn af þessum bæjum, sem er með miðbæ, það er annað en Garðabær og Kópavogur, sem eru ekki með miðbæ. Þannig að maður upplifir sig meira svona að maður búi í einhverjum bæ heldur en úthverfi Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. Eiríkur leggur mikla áherslu á fjölbreytt nám í tónlist, sem skólastjóri tónlistarskóli og finnst mikilvægt að börn og unglingar læri á hljóðfæri. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að fólk læri á hljóðfæri og læri tónlist. Við hugsuðum það allavega með okkar börn að þau væru í tónlist og að þau væru í íþróttum, fengju hreyfingu og tónlistarnám.“ Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur fékk þá flugu í höfuðið síðasta sumar að kaupa sér mótorhjól og hann sér ekki eftir því. En hvað kom til að hann fékk sér hjól? „Ég var búin að dreyma um þetta frá því að ég var unglingur að eignast mótorhjól. Svo ákvað það núna þegar ég varð sextugur, maður er orðinn svo helvíti gamall að láta bara drauminn rætast,“ segir Eiríkur og hlær. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi. „Við erum hálfgerð hjón því við erum búnir að gista oftar saman á hótelherbergi held ég heldur en ég og konan mín. Þannig að við erum farnir að þekkja bæði ljósu og dökku hliðarnar af hvor öðrum held ég,“ segir Hjörleifur brosandi. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hægt er að nálgast allan þáttinn um Eirík á Stöð 2+ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Menning Mig langar að vita Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum í starfi ekki bara náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði heldur ákvað hann líka að flytja með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins í 90 ára gömlu húsi rétt við Hellisgerði. „Hafnarfjörður er dásamlegur bær. Þetta er svona einn af þessum bæjum, sem er með miðbæ, það er annað en Garðabær og Kópavogur, sem eru ekki með miðbæ. Þannig að maður upplifir sig meira svona að maður búi í einhverjum bæ heldur en úthverfi Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. Eiríkur leggur mikla áherslu á fjölbreytt nám í tónlist, sem skólastjóri tónlistarskóli og finnst mikilvægt að börn og unglingar læri á hljóðfæri. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að fólk læri á hljóðfæri og læri tónlist. Við hugsuðum það allavega með okkar börn að þau væru í tónlist og að þau væru í íþróttum, fengju hreyfingu og tónlistarnám.“ Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur fékk þá flugu í höfuðið síðasta sumar að kaupa sér mótorhjól og hann sér ekki eftir því. En hvað kom til að hann fékk sér hjól? „Ég var búin að dreyma um þetta frá því að ég var unglingur að eignast mótorhjól. Svo ákvað það núna þegar ég varð sextugur, maður er orðinn svo helvíti gamall að láta bara drauminn rætast,“ segir Eiríkur og hlær. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi. „Við erum hálfgerð hjón því við erum búnir að gista oftar saman á hótelherbergi held ég heldur en ég og konan mín. Þannig að við erum farnir að þekkja bæði ljósu og dökku hliðarnar af hvor öðrum held ég,“ segir Hjörleifur brosandi. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hægt er að nálgast allan þáttinn um Eirík á Stöð 2+
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Menning Mig langar að vita Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira