Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 21:33 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira